Gleður það einhverja að ráðist sé á útrásarvíkinga?

Mikill hiti er í samfélaginu og hefur verið að stigmagnast undanfarna mánuði. Aðallega hefur verið ráðist að stjórnmálamönnum en nú virðist sem reiðin beinist að útrásarvíkingunum. Árás mótmælendanna á Jón Ásgeir Jóhannesson er gott dæmi um þetta og væntanlega má búast við að einhverjir vera ófeimnir að sýna skap sitt ef þeir sjá þessa menn. Einn helsti mótmælandinn sem veittist að Jóni segist hafa fengið mikla frelsistilfinningu við að kasta snjóbolta í hausinn á honum. Væntanlega getur svo farið að ofbeldi verði lausnin fyrir þá sem eru reiðir og sárir núna.

Ég held að það sé full þörf á því að velta fyrir sér hversu mikil lausn ofbeldi er í þessari stöðu. Gleður það okkur að ráðist sé á auðmennina, útrásarvíkingana sjálfa, sem við vorum alltof mörg með glýjuna í augunum fyrir áður fyrr? Er ofbeldi gegn þeim besta lausnin? Ljótt er ef satt er. En kannski þarf maður ekki að vera hissa á því að einhverjir hugsi sem svo að ofbeldi sé rétta lausnin eða refsing fyrir þá sem settu landsmenn á hausinn.

Ég er á þeirri skoðun að reiði landsmanna hafi fyrst beinst á vitlausan stað. Auðvitað er eðlilegt að landsmenn séu reiðir út í þessa fjárplógsmenn sem tóku áhættuna og spiluðu með okkur öll. Slíkt er eðlilegt. En það á að refsa þeim eðlilega, taka á málum þeirra. Kannski er stóra ástæðan fyrir grimmdinni og reiðinni, sem sást við 101 Hótel í dag þar sem ráðist var að Jóni og með mótmælunum í Landsbankanum, að fólk telur hina seku vera að sleppa.

Fólk kallar fyrst og fremst eftir réttlæti og gerð verði reikningsskil þess sem gert var. Slík krafa er eðlileg og er mikilvægt að hún verði að veruleika.


mbl.is Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Loksins eru mótmælin farin að færast í rétta átt. Hinsvegar er ofbeldi aldrei af því góða. Hinsvegar er erfitt að hemja sig þegar maður sér fram á missa húsið sitt, búinn að missa vinnu og svartnætti framundan. Alla vegar eru stjórnamenn að reyna að gera sitt besta til að laga stöðuna og með því að horfa langt fram í tímann.

Haraldur Haraldsson, 18.12.2008 kl. 00:58

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta er bara algjört hneyksli.  Auðvitað á að láta Jón Ásgeir í friði.  Aumingja maðurinn hefur ekkert gert af sér.  Hann ber líka enga ábyrgð á þessu svokallaða bankahruni.  Hann var bara að vinna vinnuna sína eins og aðrir starfsmenn Bónus.  Bónus sem býður alltaf betur öllum til hagsbóta.

Björn Heiðdal, 18.12.2008 kl. 01:03

3 Smámynd: Hin almenni borgari

Ég fagna þessu vegna þess að ég VEIT að þeir verða ekki dregnir til ábyrgðar af dómstólum. Það er alltaf þannig! og ég hef fengið nóg!!

Hin almenni borgari, 18.12.2008 kl. 01:44

4 identicon

Ég er á móti ofbeldi... en fyrst þetta var bara snjóbolti er mér slétt sama. Ágætis skilaboð til manna sem ætla að setja eigin þjóð á hausinn með skuldum, koma undan peningum og eignast svo allt hér aftur á einhvern undraverðan hátt aftur.

Ari (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 02:15

5 identicon

Ég er á móti ofbeldi,og skítköstum.Menn eiga að vera málefnalegir.Ég spyr hvernig stendur á því að þetta sama fólk,sem stendur fyrir þessari aðgerð,verslar mest í þeim verslunum sem hann rekur.Hann á 85%verslana í kringlunni.Eru ekki fleiri matvöruverslanir til á landinu en bónus.ÉG bendi á fjarðarkaup er flott verslun betra verð ef eitthvað er,og frábær þjónusta.Flottar verslanir út um allan bæ sem þeir hafa ekki náð að kaup.Styrkjum þessa aðila.Ekki slá með hægri og klappa með vinstri

Auðvita átti að taka þessa menn strax,og setja þá inn.Og henda fjármálaeftirlitinu út,strax

Borghildur Símonardóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 04:34

6 identicon

Ég skil fólkið mætavel, þegar þessir auðmenn eins og Jón Ásgeir, geta flogið á sinni einkaþotu og keypt upp rústir Íslands. Meðan við borgum brúsann.  Svo það er í góðu lagi þó það sé hent í hann smá snjóbolta.

Leppalúði (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 09:25

7 identicon

Besta ráðið er að hætta að versla við þetta útrásarlið. En ég er samt ekki hissa á að fólk vilji ráðast á þennan mann sem í raun ætti að vera bak við rimla

Guðrún (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 09:45

8 Smámynd: ThoR-E

Mikið til í þessu Stefán.

En ég skil þessa mótmælendur samt mjög vel. Þeir horfa upp á þennan mann standa í viðskiptum hér á landi ... þegar í raun eignir hans ættu að vera frystar.

ThoR-E, 18.12.2008 kl. 10:38

9 identicon

Já, það gleður mig.

Ef við setjum þetta upp á þennan hátt, að einhver rekur fyrirtæki. Berst á í nokkur ár og kaupir upp hálfa London og megnið af Kaupmannahöfn, eyðir þreföldum mánaðarlaunum mínum í bara kjöt í brúðkaupi sínu. Keyrir allt í strand í hringalánavitleysu upp á 1000 milljarða, og kemur svo heim til mín til að birta drengjunum mínum reikninginn svo hann geti haldið áfram..

Ég myndi ekki hemja mig og hnoða snjóbolta. Ég myndi hnoða baugsbolta.

Henrý Þór (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 13:16

10 identicon

Sammála þér. Stefán , að ofbeldi er ofbeldi. Það er ekki flóknara en það. Þarna var fólk á ferðinni sem ekki gat hamið reiði sína og beitti sýnilegu ofbeldi. Þá erum við komin að annarri tegund ofbeldis, þessu lúmska, andlega ofbeldi, þar sem menn, í krafti snilli sinnar og valdagræðgi, leika sér með peninga almennings, til að upphefja sjálfa sig. Andlega ofbeldið í þeim leik felst í að líta niður á almenning og peninga almennings. Að kasta snjóbolta að einhverjum eða kasta gjaldþroti að einhverjum. Hvort er sárara? Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi, hvernig sem á það er litið. Í þessu tiltekna atviki gildir að sá er saklaus uns sekt er sönnuð. Hægt er að sanna sekt á þá sem henda hlutum að manni sem er opinberlega saklaus. Strákapör. Eitthvað fór úr skorðum. Það er engin afsökun að vera reiður. Væri það réttlætanleg afsökun, þá væri þjóðfélagið í upplausn. Er ekki að bera blak af einum né neinum. Staðreyndir eru staðreyndir.

Nína S (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband