Mikilvægt að koma upp um alla bankaspillingu

Tíðindin um millifærslurnar frá Kaupþingi inn á erlenda bankareikninga koma sannarlega ekki að óvörum. Grunar að þau verði allnokkur málin þar sem við sjáum undarlegar millifærslur í aðdraganda bankahrunsins eða einhver óeðlileg vinnubrögð. Fyrst núna hefur maður loksins á tilfinningunni að rannsóknin í bönkunum sé alvöru en ekki spuni í áttina að því að blinda almenning algjörlega. Góðs viti það.

Mér finnst atburðarásin síðustu vikurnar því miður helst minna á að fela eigi slóð manna og reyna að láta sönnunargögn brenna inni. Heldur óþægilega leit það þannig út. Mörg spurningamerki eru í málinu og mikilvægt að almenningur finni að það er vakandi auga með atburðarásinni og ráðamenn muni leita sannleikans en ekki vera eins og flækjufótur fyrir rannsókninni.

Óvarlegt er að spá hversu margir lendi illa út úr slóð sannleikans í aðdraganda bankahrunsins. En það er fyrst og fremst mikilvægt að staðið verði við það að allt fari upp á borðið og við fáum alvöru úttekt og yfirferð á þessari sögu en ekki hvítþvott og sýndarmennskuúttekt á mikilvægum staðreyndum í skugga falls bankanna.


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Loksins eru orð í tíma töluð,það þarf að ná í þetta  glæpagengi og járna það

Haraldur Huginn Guðmundsson, 27.12.2008 kl. 19:45

2 Smámynd: Fishandchips

Sammáls síðasta ræðumanni

Fishandchips, 27.12.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Fishandchips

Sammála

Fishandchips, 27.12.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband