Enginn vill verða sérlegur saksóknari

Ég verð að viðurkenna að ég varð svolítið undrandi á því að enginn sótti um stöðu sérstaks saksóknara í rannsókninni á bankahruninu. En kannski þarf maður ekki að vera hissa. Þetta er vægast sagt mjög óeigingjarnt verkefni og væntanlega bæði mjög flókið og erfitt í alla staði. Ég held að þeir séu fáir sem leggi í það verkefni að taka að sér svona nokkuð í því umhverfi sem blasir við í íslensku samfélagi nema þá að hafa nægt fjármagn á bakvið og traust bakland.

Þegar skipaður var sérstakur saksóknari í Baugsmálinu var ráðist mjög harkalega að þeim sem skipaður var og hann varð mjög umdeildur, allt að því vegið að persónu hans, æru og heiðri. Sá sem tekur þetta verkefni að sér þarf að hafa mjög sterk bein og bakland sem skiptir einhverju máli. Greinilegt er að enginn leggur í verkefnið á þessari stundu. Margt er að í samfélaginu og barnalegt að telja að einn maður geti svælt út við þessar aðstæður.

Þetta er hinn napri sannleikur málsins. Kannski spilar eignarhald fjölmiðlanna eitthvað inn í þetta? Niðurstaðan er einföld. Við verðum að fá erlenda aðila í þetta verkefni. Einhverja sem verða hafnir yfir allan vafa og geta tekið til hér massíft án þess að verða dregnir í svaðið á heimavelli.

mbl.is Enginn sótti um embætti sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er ekki hissa þó enginn sækist eftir því að stíra þessari rannsókn. Þannig hefur verið látið um fólk í fjármálageiranum og stjórnmálunum undanfarna 3 mánuði að slíkt er með hreinum ólíkindum. Ég held að það sé alveg sama hver eða hverjir taka þetta verkefni að sér, að þeim hinum verður núið um nasir að vera á mála þarna og þarna, vera skyldmenni þessa og hins, vera innundir þar eða hér í stjórnmálum og viðskiptum.

Mér segir svo hugur um að það væri sennilega best að erlendur aðili til dæmis Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, væri fenginn til að skipa í slíkan vinnuhóp.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.12.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband