Kryddsíld Stöðvar 2 eyðilögð vegna skrílsláta

Mér finnst það mjög dapurlegt að skrílslætin á Austurvelli hafi orðið til þess að eyðileggja hina árlegu Kryddsíld Stöðvar 2. Þessi þáttur hefur verið vettvangur árlegs uppgjörs í þjóðmálum á Íslandi og vakið mikla athygli. Ég sá áðan á skjátexta að Stöð 2 hefur blásið þáttinn af þar sem tæki hafa verið skemmd fyrir stöðinni og komið í veg fyrir að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, gæti komið í þáttinn.

Þessi skrílslæti eiga fátt skylt við málefnaleg mótmæli og ég skil eiginlega ekki tilganginn. Hvers vegna má Stöð 2 ekki halda sinn árlega áramótaþátt í friði og því mega forystumenn stjórnmálanna ekki hittast og fara yfir árið með þessum hætti? Hver er tilgangurinn?


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Hver er tilgangurinn spyrðu - tja þegar lítið er spurt þá er stórt um svör "Mótmæli" er svarið - því miður virðist þetta vera það sem þarf til að liðið sem situr í stjórn fatti reiðina sem er í þjóðfélaginu og þau gera EKKERT segi og skrifa Ekkert til að bregast við.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 31.12.2008 kl. 15:04

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Mér finnst það mjög dapurlegt að skrílslætin á Austurvelli hafi orðið til þess að eyðileggja hina árlegu Kryddsíld Stöðvar 2."

Mér finnst það mun dapurlegra að vanhæfni og spilling í stjórnmálum og viðskiptalífi hafi orðið til þess að eyðileggja efnahag heimilanna í landinu.

Það eru fleiri en ein hlið á þessu Stefán...

Guðmundur Ásgeirsson, 31.12.2008 kl. 15:13

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég er mest hissa að menn skyldu ekki velja aðra staðsetningu fyrir kryddsíldina  því  vitað var að það yrðu mótmæli á staðnum. Fyrir nokkrum dögum var búið að boða til mótmæla og truflunar á þessum árlega þætti. Að kalla þetta skrílslæti er dálítið billegt. Það er ekkert undarlegt að fólk mótmæli á þessum tímum. Bara á mínum vinnustað var upp undir helmingi fastráðinna starfsmanna sagt upp í gær. Ég var heppinn og slapp þó ég þurfi að færa mig til í starfi. Það er bara ofureðlilegt að fólk mótmæli, og mótmæli gera ekkert gagn með því að standa með spjöld á einhverjum úthlutuðum stað og stund. Ég er ekki að mæla með að fólk skemmi hluti og eignir annarra en þegar reiðin og hræðslan er komin á visst stig eiga hlutirnir það til að fara úr böndunum.

Gísli Sigurðsson, 31.12.2008 kl. 15:16

4 identicon

En afhverju þarf að eyðileggja eignir óbreyttra aðila, villt þú Rúnar borgar fyrir þetta í staðinn fyrir hótelrekandann sem berst í bökkum. Þetta er bara bull og allt of langt gengið. Ef Ingibjörg sólrún fer í heimsókn einhvert má þá bara leggja viðkomandi hús í rúst og það er í lagi því einhverjir (ekki í mínu umboði) eru að mótmæla. Krakkar.

Novar (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Því miður óttast ég að þessháttar aðgerðum ljúki ekki ef ríkistjórnin fer ekki að hafa þjóðina með í þeim aðgerðum sem grípa þarf til, og ganga í takt við hana.

Stjórnvöld geta ekki valtað yfir alt og alla þá verður hún sett af með aðgerðum, það er eins og setja bensín á eld að seigja að mótmælendur séu ekki fulltrúar þjóðarinnar, og sýnir ótrúlegan hroka þerra sem svo tala.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 31.12.2008 kl. 15:22

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Er alveg hissa á að einhver nenni að verja þessa vitleysu á Austurvelli. Er þetta ekki bara ungliðahreyfing vinstri grænna sem er potturinn og pannan að verki? Mér sýnist það. En þetta er eiginlega sorglegt, því þarna er ráðist að upplýstri umræðu fjölmiðla og eigur þeirra skemmdar. Þetta eru barnaleg heimskupör í besta lagi orðað.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.12.2008 kl. 15:28

7 Smámynd: Sævar Helgason

Nú hefur fólkið staðið á Austurvelli á hverjum laugardegi kl 15 í um eina klst. í þrjá mánuði  Allt í friði og spekt.  Það eru upp ákveðnar kröfur þar. Kröfur sem hljóma um þjóðfélagið.  Ekki er unnt að merkja að stjórnvöld taki mikið mark á okkur sem þarna höfum tekið okkur friðsama stöðu.  Ljóst er að mómælin við Hótel Borg núna pirruðu stjórnmálafólkið meira en hin friðsömu...eftir fréttum að dæma - kannski verða þau marktækari ?  Er það til bóta ?  Það er ekki verið að mótmæla einhverju minniháttar atviki- fólk er að upplifa á eigin skinni efnahagshrun af mannavöldum einkum hér innanlands...og að ábyrgir aðila axli ábyrgð ... Því miður held ég að nú sæki í harðari mótmæli...

Sævar Helgason, 31.12.2008 kl. 16:10

8 identicon

Þú stendur þig vel Stefán.  Haltu áfram þinni braut með rökfestu og skýra sýn á tilveruna að leiðarljósi.  Já þarna var ráðist á upplýsta fjölmiðla sem miðlað hafa 100% upplýsingum  út í þjóðfélagið undanfarin ár og staðið vörð um íslenskan hag. En er þetta samt sem áður ekki bara svona snakk þáttur?. 

itg (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband