Bjarni sýnir gott fordæmi - vandræðaleg vörn

Mér finnst Bjarni Ármannsson sýna gott fordæmi með því að rjúfa þögnina og endurgreiða hluta af frægum starfslokasamningi sínum við Glitni. Með því viðurkennir Bjarni ábyrgð sína, fyrstur hinna margfrægu útrásarvíkinga, og þátttöku í sukkinu sem hefur sett landið á hausinn. Þetta kalla ég að taka ábyrgð á fallinu og allavega sýna lit, eitthvað annað en blaður út í bláinn. Framkoma hans er óverjandi og mun fylgja honum eftir, þó þessi ákvörðun ein og sér hafi fært honum einhvern frið frá mestu umræðunni.

Útrásarvíkingarnir hafa verið á flótta eftir bankahrunið. Sumir hafa farið í upphafin viðtöl í sjónvarpi og reynt að snúa okkur enn einn hring í blekkingarhringekju sinni með misgóðum árangri, þeir hafi ekki vitað að þetta hafi verið svona skelfilega slæm staða og hafi reynt sitt besta. Aðrir hafa ritað blaðagreinar til að telja öllum trú um að þeir hafi nú ekki verið svo slæmir og hafi bara verið að sinna sínum störfum. Eftir stendur þó sú staðreynd að þessir menn komu þjóðinni á hausinn. Niðurlæging hennar er algjör.

Aðalmálið nú er þó ekki orðagjálfur eða pínlegar afsakanir heldur það að auðmennirnir sem fengu digra starfslokasamninga og settu þjóðina á kaldan klakann í orðsins fyllstu merkingu borgi til baka og leggi lið. Það er siðferðisleg skylda þessara manna. Bjarni hefur átt góðan leik en fjarri því er að hann sé laus úr þessu máli. Vörn hans var vandræðaleg þrátt fyrir þetta útspil í Kastljósi kvöldsins. Ekki þurfti annað en sjá augnaráð hans og flóttalega framkomu. Þetta var ekki stoltur maður sem þarna talaði.

Eftir alla samningana og sukkið er komið nóg og tími til kominn að þessir menn svari fyrir ævintýralega framgöngu sína, sem hefur skaðað þjóðina í heild sinni.

mbl.is Endurgreiddi 370 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að í raun sé Bjarni heiðarlegur maður og harðduglegur, þess vegna hvarf hann úr bankanum.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 22:29

2 identicon

Mér fannst framkoma Bjarna alls ekki flóttaleg. En ég er sammála því að það var ekki stoltur maður sem talaði, heldur frekar bugaðurog jafnvel brotinn, en að því er mér fannst var hann fullkomlega heiðarlegur. En það má hann eiga og ég mun alltaf virða hann fyrir það, að hann er sá eini af öllum þessum lýð, sem hefur sýnt minnstu merki um iðrun og það jafnt á borði sem í orði.

 Þegar talað var við Björgólf G. um daginn kom þó vissulega upp hjá honum að honum "þætti það leitt". En skyldi hann koma með peninga þegar hann selur fótboltaklúbbinn sinn í Bretlandi? Við sjáum til.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 22:53

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér finnst að Bjarni hafi sýnt það og sannað að hann er heiðarlegur maður og hann vildi fara gætilegar en ýmsir aðrir. Það virðist hafa verið aðalástæðan fyrir því að hann hvarf á braut eftir að hafa varað við og gert tillögur um að vera aðeins varkárari sem ekki hlutu hljómgrunn. Hann er bráðskarður maður og getur örugglega gefið okkur ráð til að byggja vissa þætt samfélagsins upp að nýju. Þá með því hugarfari að varast þau mistök sem gerð hafa verið, hann veit vel hver þau eru.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.1.2009 kl. 22:57

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Samt maður að meiri!!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.1.2009 kl. 23:18

5 identicon

Svona stuttbuxnatitti eins og drengurinn er ætti að rassskella reglulega bæði kvölds og morgna.Hvað heldur drengurinn að við séum ? Einhverjir helv.... hálfvitar? Það að snýta einhverjum rúml. 300 milljónum út úr rassvasanum til að reyna að friðþægja þjóðina er bara prump. Hvað um alla milljarðana sem hann er búinn að koma fyrir í órekjanlegum bankareikningum erlendis? Látum okkur ekki detta það í hug í eina mínútu að hann ætli að reyna að gera eitthvað til að BJARGA þjóðinni.  Annað eins kjaftæði hef ég aldrei heyrt. Þessa raunasögu sem hann vældi í Kastljósi í dag er örugglega að undirlagi tengdamóður hans.

Kristján Arnar Helgason (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 22:57

Kristján Arnar Helgason (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 23:19

6 identicon

Ég er kannski svolítið tregur því það er eitt sem ég skil ekki.  Þú segir að Bjarni sé að "taka ábyrgð" og að sú ábyrgðartaka sé eitthvað annað og meira en "blaður út í bláinn."  Gott og vel.  En hvað hyggst Bjarni nákvæmlega gera til að snúa þessari óheillaþróun við?  Það er það sem mig langar að vita.  Ætlar hann að endurgreiða þá milljarða sem hann hefur fengið í sinn hlut?  Ætlar hann að hekla sjöl handa fátækum?  Eða ætlar hann bara að "taka ábyrgð"?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 23:20

7 identicon

Jæja ... þarna urðu mér á mistök sem ég ber ábyrgð á.  Ég las ekki fréttina sem tengist fréttinni, en dró bara tilhæfulausa ályktun.   Þessi endurgreiðsla hans gjörbreytir stöðunni.  Það er oft betra að kynna sér málið áður en maður skrifar eitthvað bull út í loftið.  Fyrirgefðu Bjarni!

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband