Barack Obama neitar að tala um ástandið á Gaza



Á meðan fólk um allan heim tjáir andstöðu við árás Ísraela á Gaza-svæðið þegir Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, þunnu hljóði um málið. Í valdatómarúminu í Washington hefur Obama þegar tekið sér sess á sviðinu og er langt síðan að kjörinn forseti hefur orðið svo áhrifamikill fyrir embættistöku sína. Í ljósi þess er þögn Obama um stöðuna á Gaza-svæðinu vægast sagt mjög athyglisverð og ætti að vekja marga stuðningsmenn Obama víða um heim til umhugsunar um hvort hann muni verða jafn hallur undir sjónarmið Ísraels og forveri hans, George W. Bush.

Allt frá því að Obama flutti ræðu hjá AIPAC í júní hefur tryggð hans við Ísrael verið augljós og var eiginlega endanlega römmuð inn með valinu á Rahm Emanuel (sem gárungarnir nefna Rahm-bo) sem starfsmannastjóra Hvíta hússins og ennfremur af orðum Obama á fyrsta blaðamannafundi hans sem viðtakandi forseti um Íran. Lítill munur er á orðum Bush og Obama um Íran og Ísrael allavega.

Ríkisstjórn Obama verður á vaktinni vegna Írans og mun ekki hika við að beita valdi muni Íransstjórn halda áfram kjarnorkuframleiðslu sinni. Obama sagði fyrir nokkrum vikum að hann myndi ekki hika við að beita kjarnorkuvopnum gegn Íran færu þeir gegn Ísrael.

Í kosningabaráttunni varð vart við þann misskilning vinstrimanna um allan heim að Obama myndi ekki taka upp sömu stefnu og Bush í málefnum Írans og Ísraels. Orð hans og gjörðir að undanförnu og þögnin nú sýnir vel að það reyndist markleysa.

mbl.is Obama er þögull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fólk um heim allan vonast alltaf til þess að nýr Bandaríkjaforseti taki upp harðari afstöðu gagnvart Ísrael og alltaf verður þetta fólk fyrir sárum vonbrigðum. Svo mun einnig verða núna. Það eru 2 vikur þangað til stráksi tekur við embætti og mér finnst meinalaust að hann þegi þangað til.

Baldur Hermannsson, 6.1.2009 kl. 04:28

2 identicon

Þetta er rétt athugað Stefán.

Sem Íslendingur búsettur í US get ég fullyrt að Bandaríkjamenn og þ.m.t. tilvonandi forseti þeirra Barack Obama styðja Ísraelsmenn af einhug og líta á Hamas sem terroristasamtök sem þarf að útmá.

Þeir líta á Ísraelsmenn sem þolendur ódæðisverka Hamas og í fullum rétti að uppræta þessa ögrun. Ef eitthvað er eru þeir hissa á þolinmæði Ísraela við þessum fluskeytaárásum sem hafa engan annan tilgang en að terrorísera almenning.

Bandaríkjamenn almennt líta á Hamas svipað og þeir litu á kommúnista í Sovétríkjunum hér áður; kúgara og plágu á almenningi. Þegar Bandaríkjamenn finna til með Gazabúum þá er samúð þeirra byggð á hversu slæmt þeirra hlustkipti er að hafa slíka plágu yfir sér, ekki að eyðilegging og mannsfall verður af stríðsátökum

Þetta er staðföst stefna Bandaríkjastjórnar og reyndar bandarísks almennings af miklum meirihluta og er engin ástæða til að halda að hún muni  breytast í fyrirsjánlegri framtíð.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 04:43

3 identicon

Að sjálfsögðu tjáir hann sig ekki um ástandið á Gaza, innrás (eða frekar helför) ísraela á Gaza og gasdeila rússa og úkraínumanna er eithvað það besta sem ameríkanar og arabar gátu hugsað sér.  Olíuverðið sem var komið langt niðurfyrir þolmörk olíuframleiðenda ríkur upp og þó að ein og hálf milljón palestínumanna þurfi að þola ólýsanlegar þjáningar þá eru hagsmunir olíuframleiðsluríkjanna mun hærra skrifaðir.

Vittu til, olíuverðið verður látið hækka um 30 til 40% áður en ísraelsmenn slaka á klónni gagnvart Gaza og rússar bíða rólegir í nokkrar vikur áður en þeir hleypa gasinu aftur á til Úkraínu.  Ef það dugar ekki til verður farið að tala um frekari ófrið í kringum Ísrael og þá koma síðustu prósentin sem upp á vantar til að verðið verði ásættanlegt og ísraelar geta farið að loka sláturhúsinu á Gaza.

Þeir sem halda að það sé tilviljun að aðgerðir ísraela ber upp rétt áður en Obama tekur við völdum og olíuverð er í algeru lágmarki ættu aðeins að skoða málin betur. 

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 11:26

4 identicon

Klikka á mig

Arnar Þór Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband