Hugað að almannatengslamálum í FME of seint?

Ég held að það hefði átt að huga að almannatengslamálum í Fjármálaeftirlitinu fyrir löngu síðan. Þessi stofnun sem á að halda utan um mjög mikilvægt svið brást gjörsamlega fyrir og eftir bankahrunið og hefur lítinn sem engan trúverðugleika í verkum sínum. Sigurður G. Valgeirsson fær allavega nóg að gera eigi hann að snúa því við á nokkrum mánuðum eða vikum. Sennilega er það heldur mjög fjarri því að vera virðingarvert og spennandi verkefni.

Held að 80% landsmanna beri lítið eða ekkert traust til FME samkvæmt könnunum. Vonandi tekst þessari mikilvægu stofnun að snúa vörn í sókn og vera eitthvað annað en bilað batterí í stjórnkerfinu.

mbl.is Ráðinn tímabundið til FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Erum við stödd á Miðöldum varðandi FME?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.1.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband