Risavaxið klúður demókrata með þingsæti Obama

Roland Burris
Dæmalaust klúður er þetta hjá demókrötum með þingsæti Baracks Obama í Illinois - heimatilbúinn vandi þeirra í ofanálag. Þeir geta aðeins sjálfum sér um kennt og geta ekki höndlað vandann. Roland Burris mætir til Washington til að taka við þingsætinu, enda valinn af réttkjörnum ríkisstjóra, þó umdeildur sé, og hefur fullt umboð. Og þingdemókratar hafna honum, þeldökkum manni sem hefur fullan rétt til að fara til Washington og taka við þingsæti sínu, eina blökkumanninum sem hefur umboð til að sitja í öldungadeildinni, þeim fjórða eða fimmta í þingsögunni. Þetta lítur ekki beinlínis vel út fyrir demókrata, hvorki í Washington né í Illinois.

Mér skilst að einn hluti samningaviðræðna þingdemókrata í öldungadeildinni við Burris sé að hann lofi því að sækjast ekki eftir þingsætinu í kosningunum 2010, þegar sex ára kjörtímabili Obama lýkur formlega, og fái þá leyfi þeirra til að taka þar sæti. Hverslags vinnubrögð eru það að taka við manninum með þeim skilmálum að hann hætti í pólitík, bara eftir þeirra duttlungum. Ekki má gleyma því að hinn umdeildi ríkisstjóri, sem hafði fullt umboð til að velja öldungadeildarþingmann, er í umboði demókrata í Illinois og var endurkjörinn þrátt fyrir allt orðsporið. Barack Obama talaði til stuðnings honum þá.

Eftir hálfan mánuð hverfa George W. Bush og Dick Cheney úr pólitískri tilveru demókrata. Þá fá þeir full völd yfir Hvíta húsinu auk þess að ráða þinginu. Þingið hefur sjaldan eða aldrei verið óvinsælla en undir forystu þingdemókrata. Þá dugar ekki lengur að fela þær óvinsældir með veikri stöðu Bush forseta. Hvernig mun þeim reiða af eftir 20. janúar fyrst þeir geta ekki einu sinni höndlað eitt þingsæti sitt í öldungadeildinni og leyst vandann í kringum það?

mbl.is Fékk ekki þingsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband