Nauðungarflutningar á öldruðum Akureyringum

Mjög dapurlegt var að horfa á fréttaflutning í kvöld af nauðungarflutningum á öldruðum Akureyringum af hjúkrunarheimilinu Seli. Þetta er ómannúðleg og mjög lágkúruleg framkoma við gamalt fólk, sem nú er gert með valdboði að fara í herbergi með öðrum á Kristnesi og sætta sig við annars flokks þjónustu. Alltaf skal það vera þannig að ráðist sé á garðinn þar sem hann er lægstur, níðst á gömlu fólki og þeim sem minna mega sín. Þetta eru ekki góð skilaboð og er að mörgu leyti skipbrot velferðarkerfisins.

Vel má vera að starfið á Seli og á öðrum stofnunum séu tölur á blaði í huga einhverra, tölur sem geti komið vel saman í niðurskurði og þá sé allt svo gott við að eiga. Á bakvið þessar tölur eru hinsvegar fólk, aldrað fólk sem á það skilið að það njóti þess að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Þetta er ómerkileg framkoma og þeim til skammar sem að því standa, öllum með tölu. Ekki þýðir fyrir þá sem taka slíkar ákvarðanir að fara í kosningar og slá sér upp með slagorðum um velferðarkerfi og mannleg gildi.

Slíkt er algjörlega innistæðulaust þegar við horfum upp á svona lágkúru. Orð dagsins á hin 88 ára gamla kjarnakona á Seli, sem nú þarf að sætta sig við að fara úr eigin herbergi og búa með öðrum. Ef þetta er ekki skipbrot velferðarkerfisins þá veit ég ekki hvað það á að kallast annað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Þetta er algjör skepnu skapur og ekkert annað.Sjá gömlu konuna hún varð að harka að sér að gráta ekki.Skepnu skapur og ekkert annað.Kv

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 6.1.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, þetta er ljótt!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.1.2009 kl. 23:03

3 Smámynd: Gunnar Níelsson

Sæll Stefán.

Eins og stundum áður þá hittir þú í mark með þessari færslu.  Tengdafaðir minn hefur dvalið á Seli um nokkurt skeið og það fór ekki á milli mála að þar leið honum eins og öllum vistmönnum mjög vel.

Kveðjustund sem  aðstandendum var boðið að eiga með heimilisfólki og frábæru starfsfólki sl. laugardag gleymist ekki.  Það var hinsvegar erfitt  að horfa í augu þessa góða fólks sem í dag var flutt nauðungarflutningum frá heimili sínu !  Það að sjá tár og hræðslu í augum þessa sómafólks er hryllilegt ! 

Ég veit að frábært starfsfólk Kristnesspítala tekur vel á móti þeim frá Seli en það er ekki nema lítil huggun fyrir þetta heiðarlega gamla fólk. Fólk sem vann allt sitt líf baki brotnu til þess að geta átt áhyggjulaust kvöld.

Þetta er ekki boðlegt ! 

Gunnar Níelsson, 6.1.2009 kl. 23:14

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er algerlega sammála þér þetta er skammarleg meðferð á gömlu fólki

Hólmdís Hjartardóttir, 7.1.2009 kl. 00:20

5 Smámynd: Ingibjörg SoS

Takk, Stefán Friðrik fyrir að senda þessa færslu þína og myndband okkur almenningi. Ég missti af þessari frétt. Sagt hefur verið um þjóðir/þjóðfélög, að einungis samfélög sem setji velferð barna sjúkra og eldri borgara á oddinn geti kallast heilbrigð.

Ég á ekki til orð

Ingibjörg SoS, 7.1.2009 kl. 01:06

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir góðan pistil Stebbi. Hér erum við sammála. Ég held að yfirstjórn Sjúkrahússins á Akureyri sé því miður fullkomlega vanhæf. Sparnaðaraðgerðir hennar benda til þess, hvorutveggja lokun Sels og dagdeildar geðdeildarinnar. Það virðist svo ekki hvarfla að þessum körlum að lækka launin sín aðeins.

Þeir eru auðvitað í erfiðri stöðu þegar Gulli ráðherra skipa fyrir um niðurskurð á niðurskurð ofan. En þetta er samt eins og þú orðar það ágætlega: ómannúðleg og mjög lágkúruleg framkoma.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.1.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband