Harðvítug átök um formennskuna í Framsókn

Greinilegt er að harðvítug átök eru í uppsiglingu um formannsembættið í Framsóknarflokknum. Þar eru ungir og hraustir menn greinilega að beita öllum brögðum til að tryggja sér formennskuna og smalað er til hægri og vinstri í orðsins fyllstu merkingu. Greinilegt er að gömlu fylkingarnar eru mjög að riðlast til og má því eiga von á að allt geti gerst og myndist nýjar fylkingar utan um formannsefnin.

Ég er ekki í vafa um það að framtíð Framsóknarflokksins er undir í þessum formannsslag. Þar er spurt um hvort hann nái að endurnýja sig og eiga nýtt upphaf á gömlum grunni. Ég held að í þessu muni væntanlega koma sér sem best að vera með engar tengingar við forystu flokksins á undanförnum árum og ljóst að þingmennska mun ekki vera ráðandi hluti útkomunnar. Þarna verður horft til framtíðar og kynslóðaskipti eru í loftinu. Sóknarfæri flokksins munu ráðast af útkomu flokksþings.

Auðvitað er smalað í öllum kosningum. Slíkt gerist í ómerkilegri kosningum en formannskjöri í stjórnmálaflokki. Í flokki á borð við Framsókn þar sem uppstokkunin er mikil má búast við að fólk hópist í flokkinn til að hafa áhrif. Einn hluti þess er að sonarsonur og sonur fyrrum forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins er kominn heim í heiðardalinn eftir skamma vist í öðrum flokki og í Ráðhúsinu.

Þarna er smalað grimmt og allt lagt undir. Kappið í kosningunum ber þess merki að allt getur gerst. Þannig á það auðvitað að vera þar sem barist er um alvöru hnoss og að byggja upp nýjan flokk á gömlum grunni, rústum ef út í mannamál er farið.

mbl.is Hiti á fundi framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Átök? Leikrit sýnist mér:

Ekkert breytist í spilltasta greni landsins

Ástþór Magnússon Wium, 7.1.2009 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband