Beinast mótmælin nú loksins að réttum aðilum?

Ég er ekki hissa á því að fólk mótmæli í bönkunum. Er eiginlega mest hissa á að það hafi ekki gerst fyrr en rúmum tveimur til þremur mánuðum eftir bankahrunið. Mikilvægt er að mótmæla því að þar sitji stjórnendur frá liðnum tímum. Auðvitað er eðlilegt að krefjast þess að bæði Birna Einarsdóttir og Elín Sigfúsdóttir víkji af bankastjórastóli. Þeim er ekki sætt.

Ég held að atburðir síðustu daga hafi opnað augu margra fyrir því bankakerfið er rotið og fjölmiðlarnir líka, sem hafa bara þjónað duttlungum auðmanna úti í bæ, eigenda sinna og vina þeirra.

Þessu er mikilvægt að mótmæla og bankarnir eru góður staður til að tjá skoðanir sínar, meðan spillingin og blekkingin heldur áfram að grassera.

Algjör snilld að spila bolta í Landsbankanum - táknrænt og traust. Þetta er traustara form á mótmælum en margt annað sem gert hefur verið.

mbl.is Spiluðu knattspyrnu í bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Útskýrðu nú fyrir okkur Stefán af hverju Elínu og Birnu er ekki sætt svo vér dauðlegir skiljum málið. Útskýrðu líka hvernig spilling og blekking heldur áfram að grassera þar. Bara svo við vitum út á hvað þetta gengur.

Einar Jónsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Er fyrirsögn þessa pistils til marks um að þínir menn hafi sætt mótmælum að ósekju?

Sigurður Ingi Jónsson, 7.1.2009 kl. 15:13

3 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Reyndar verð ég að benda þér á að það hefur áður verið farið í bankana að mótmæla... það var gert í nóvember eða desember eða hvort tveggja. Þú hlýtur að muna eftir látunum sem urðu í landsbankanum fyrir ca mánuði síðan. Daginn eftir eða daginn áður var svo ráðist á fjármálaeftirlitið.

En já, þetta voru táknræn og sniðug mótmæli, var þarna rétt á undan en missti af þessu, því miður því ég er sæmilegur með boltann haha.

Björgvin Gunnarsson, 7.1.2009 kl. 15:33

4 identicon

Á mótmælunum 9. október (það er þeim fyrstu sem boðað var til á Arnarhóli) var þess krafist að stjórn Seðlabankans viki. Á öllum mótmælum sem komu í kjölfarið  á Austurvelli hefur þess verið krafist að "klíkurnar" í bönkunum yrðu látnar víkja.

Rómverji (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband