Hvers vegna hylja mótmælendur andlit sín?

Mér finnst allt í lagi að fólk tjái skoðanir sínar og mótmæli málefnalega og með boðskap og hafi einhvern tilgang að markmiði. En hvers vegna hylur það andlit sitt. Hvaða yfirlýsing er það að fela sig og vilja ekki tjá sig einbeitt og ákveðið undir nafni og númeri? Mér finnst þetta rýra annars ágæt mótmæli í dag, mótmæli sem loksins er beint að réttum aðilum.

mbl.is Elín borin út úr bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Heigulsháttur. Ef fólk þarf að hylja andlit sín þá hefur það eitthvað á samviskunni, þorir ekki að sýna sig.

Aðalsteinn Baldursson, 7.1.2009 kl. 19:00

2 Smámynd: Neddi

Geir H. Haarde og félagar í ríkisstjórninni hömruðu á því fyrst eftir hrunið að það ætti ekki að persónugera vandann.

Með því að hylja andlit sín vilja mótmælendur koma í veg fyrir að þeir séu persónugerðir. Þeir vilja ekki að einstaklingurinn sé dreginn út og  gerður að blóraböggli eins og virðist hafa verið raunin með Evu Hauksdóttur.

Neddi, 7.1.2009 kl. 19:02

3 identicon

Stefán spyr; hvers vegna hylja mótmælendur andlit sín? Svarið; þeir vilja ekki að þeir þekkist. Flókið Stefán? Fyrir þessu geta verið ýmsar ástæður, sem skipta litlu eða engu máli. Það sem skiptir máli er hverju sé verið að mótmæla. Að það sé ekki hægt að tjá sig “einbeitt og ákveðið” án þess að sýna ásjónu sína er total rangt. Manni finnst að Stefán sé á móti þessum mótmælun, en hann þori ekki að segja það berum orðum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 19:25

4 Smámynd: Ellý

Mér þótti það líka undarlegt þar til að ég fór að heyra af ýmiskonar árásum á fólk sem hafði sést mótmæla.

Ellý, 7.1.2009 kl. 19:35

5 identicon

Ég er nú farinn að hallast að því að ansi margir moggabloggarar séu umtalsvert undir meðalgreind miðað við hvað þeir spyrja sömu kjánalegu spurningarinnar mánuðum saman og er alltaf svarað eins en ekki virðist það komast inn í þeirra gegnheila höfuð.

Björn (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 19:58

6 Smámynd: Nonni

Misjafnt. Sumir vilja ekki persónugera mótmælin. Aðgerðirnar snúast ekki um persónuna sem framkvæmir, heldur framkvæmdina sjálfa

Sumir vilja verjast aðkasti, skemmdarverkum eða jafnvel vinnumissi ef þeir skyldu sjást á fréttamyndum. Sumir óttast ríkisvaldið, og persónunjósnir þeirra.

Sumir telja grímurnar einhverja vörn gegn piparúða.

Þessar ástæður og fleiri eru fyrir því að hylja andlit sitt. Í aðgerðunum í dag huldu ýmsir andlit sitt til að sýna samstöðu með þeim sem voru blammeraðir af áróðursmaskínu Ara Auðvalds eftir Kryddsíldarmótmælin.

Nonni, 7.1.2009 kl. 20:18

7 identicon

Í fyrsta lagi þá skil ég það vel að fólk hylji andlit sín. Það eru margar ástæður sem geta legið þar að baki. Ótti um afleiðingar í vinnu, ótti við ofsóknir almennings, lögregglu og ríkis. Og margt annað sem til gæti komið. Það sem ég velti fyrir mér þegar fólk gagnrýnir klútana og veltir því fyrir sér er af hverju skiptir það máli. Myndir þú t.d. taka meira mark á mótmælunum ef þú gætir séð að þú þekkir einhvern eða þekkir hann ekki? Aðalmálið er að mótmælendurnir eru íslendingar og hafa því fullan rétt á að mótmæla undir nafni eða nafnlaust. Þeir gera það í mætti ríkisborgararétti sínum fyrir landið sitt. Það er töluvert meira en margir aðrir gera. Þar að auki get ég ekki séð af hverju mótmælendur megi ekki gera það sem þeir geta til að vernda sína persónu sem þeir gera með þessu.

Góðir íslendingar. Klútar fyrir andliti er aukaatriði í mótmælunum, hættið að horfa í þá. ef ykkur finnst þeir óþægilegir, gott. Þessi mótmæeli eru óþægileg, þessi spylling er óþægileg, allt ástandið er óþægilegt og klútarnir minna okkur kanski enn frekar á það.

Farið frekar út og mótmælið og leggið ykkar að mörkum til að bjarga landinu okkar frá þessum ófreskjum sem fela sig bak við luktar dyr. Fjarlægjum þær frekar en klútana.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 20:24

8 Smámynd: Sigurður Árnason

Ég skil ekki hvað það á að skipta máli, sami boðskapur þrátt fyrir allt. Fólk hylur kannski andlit sitt vegna þess að það gæti haft áhrif á starf þeirra eða eitthvað í þeim dúr.

Sigurður Árnason, 7.1.2009 kl. 20:48

9 identicon

Klukkan 14:56 fannst þér gjörningurinn "algjöra snilld" sem var "táknrænt og traust", en hvað um það, það breytist margt á þremur og hálfum tíma.  Sennilega er ástæðan að þau hylja andlit sú sín að þau vilja ekki þekkjast.  E.t.v. óttast þau einhver hugsanleg eftirköst.  Það hefur ekki alltaf reynst fólki til framdráttar og gæfu að gagnrýna ríkjandi stjórnvöld.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband