Lygar Tryggva afhjúpaðar - burt með Elínu

Ljóst er nú að Tryggvi Jónsson laug að landsmönnum um verk sín í Landsbankanum og tók fullan þátt í söluferli fyrirtækja til Baugs og tengdra aðila. Tryggvi reyndi að bera á móti þátttöku sinni og sagðist ekki hafa komið nálægt neinum á vegum Baugs síðan árið 2002. Kastljós flétti ofan af þeirri lygi og nú hefur fréttastofa Ríkisútvarpsins sýnt með afgerandi hætti hvaða verkum Tryggvi sinnti og að hann var virkur aðili þessara mála innan Landsbankans. Þetta vissu reyndar flestir, enda tengingin augljós.

Kominn er tími til að henda út stjórnendum í Landsbankanum og taka þar duglega til. Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri, verður að taka pokann sinn sem allra fyrst og þeir sem enn eru eftir af yfirmönnum hinna liðnu tíma. Krafan er einföld: það verður að taka til svo bankarnir fái einhvern snefil af trausti landsmanna aftur. Þetta rugl gengur ekki lengur. Þeir sem voru í forystu Landsbankans með Tryggva á vaktinni verða að fara.

Væntanlega erum við bara rétt að sjá toppinn á spillingarfeninu. Nú verður allt að fara upp á borðið - gera verður upp hina sótsvörtu fortíð í bankakerfinu.

mbl.is Tryggvi hafði bein afskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það er ekki bara traust landsmanna heldur erlendra aðila líka

Jón Snæbjörnsson, 9.1.2009 kl. 20:34

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tek undir orð þín Stefán að Elín hefur orðið vís að miklum dómgreindarskorti.

Svona handarbaksvinnubrögð eru salt á sár alþýðunnar sem á eftir að svitna við að bjarga þjóðinni frá landráðamönnunum.

Ég sem hélt að búið væri að stoppa í götin.

Bankamálaráðherra virðist geðlurða.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2009 kl. 20:43

3 identicon

Endurtek spurningu mína frá því fyrir tveimur dögum sem þú treystir þér ekki til að svara: Útskýrðu nú fyrir okkur Stefán af hverju Elínu og Birnu er ekki sætt svo vér dauðlegir skiljum málið. Útskýrðu líka hvernig spilling og blekking heldur áfram að grassera þar. Bara svo við vitum út á hvað þetta gengur.

einar jónsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 20:58

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já minn kæri bloggari norðan heiða - Það þarf að koma þessu liði þarna út. Gier Hilmar og Ingibjörg Sólrún sem fulltrúar eigenda bankanna, þjóðarinnar sjálfrar, verða nú að fara að taka fram takkaskóna.

Krafa hins almenna borgara hefur verið klár í mánuði en það hefur ekki hugnast þessu fólki að hlusta á okkur hingað til en við virðumst hafa rétt fyrir okkur - frekari aðgerða er þörf.

Gísli Foster Hjartarson, 9.1.2009 kl. 21:01

5 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Loksins, loksins , mikið að einhver sagði þetta hreint út......já nú verður þessu að ljúka. Gott hjá þér Stefán. Hlustum ekki á Samfylkingarhirðina. Hún ætlar ekki að taka á neinu

Sigurjón Benediktsson, 9.1.2009 kl. 21:32

6 Smámynd: Halla Rut

En finnst þér ekki merkilegt, eftir allt sem undan er gengið, að stjórnvöld skuli hafa svo vafasamt fólk við stjórn bankanna. Af hverju, hlýtur hver að spyrja sig.

Eins og þú segir, þá er þetta rétt að byrja. Við höfum aðeins séð toppinn á spillingunni. Ætli við fáum nokkru sinni að sjá allan ísjakann, en hver getur litið í eigin barm og hugsað með sér sem svo að það er í raun undir okkur og okkar samstöðu komið hvort þetta komi nokkurn tímann allt uppá yfirborðið og við fáum virkilega að sjá nýtt Ísland.

Halla Rut , 9.1.2009 kl. 21:33

7 identicon

Það voru nú grímuklæddu mótmælendurnir, sem þú keppist við að gefa lágar einkunnir á blogginu þínu, sem komu Tryggva Jónssyni út úr bankanum. Er ekki spurning um að þú farir að beina mótmælum þínum að réttum aðilum? Þ.e. spillingaröflunum og valdhöfum, en ekki mótmælendum?

Henrý Þór (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 23:19

8 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Málið er einfalt: Það vinnst aldrei traust á bankastofnunum okkar, fyrr en búið er að skipta út fólkinu úr hrunda bankakerfinu sem nú er í lykilstöðum nýju bankanna.

Stjórnvöld eru beinlínis að storka íslensku þjóðinni -og erlendum aðilum, sem við eigum viðskipti við, með því að gera ekkert.

Gera stjórnvöld sér einhverja grein fyrir hve mjög þetta skaðar þjóðfélagið og skemmir?

Jón Ragnar Björnsson, 9.1.2009 kl. 23:20

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta er einmitt málið Stebbi. Bankastjórn "Nýja Landsbankans" hlýtur að segja Elínu upp strax og án "starfslokasamnings".

Mótmæli virka því Tryggvi Jónsson hætti eftir "óvægin mótmæli" að hans mati.

Það að hreinsa borðið og fá allt upp og til þess þurfa aðalmennirnir að segja af sér. Ríkisstjórnin verður að fara frá völdum.

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 10.1.2009 kl. 00:17

10 identicon

Væntanlega hefurðu samt verið á móti grímuklædda skrílnum sem mótmælti Tryggva um daginn í L.bankanum? (hann hætti daginn e. mótmælin)

Ari (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 00:22

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sammála hverju orði hjá þér Stefán.

Óðinn Þórisson, 10.1.2009 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband