Ævintýraþráin og áhætturnar

Rob Gauntlett á Mt. Everest
Ég hef lengi dáðst að þeim sem eru haldnir slíkri ævintýraþrá að leggja út í algjöra óvissu, aðeins til að ná settu marki og upplifa eitthvað nýtt. Veit ekki hvort þetta sé hugrekki eða fífldirfska - sennilega væn blanda að báðu. Hef aldrei skilið fyllilega í því hvað það er sem keyrir fólk í að reyna að leggja svona afrek á sig.

Sennilega er lykilatriðið að hafa kraft og kjark til að leggja í svona, hvort sem það er sund um heimsins höf, klifur á heimsins tinda, gönguferð á pólana eða hvaða annað afrek það er. Er samt viss að það þurfi mikla ævintýraþrá og virkilega löngun í að ná settu marki til að ýta fólki út í óvissuna, leggja líf sitt í hættu.

Allt fyrir það eitt að eiga smástund á toppi fjallstinds eða á pólnum. Áhættan hlýtur að vera í huga þeirra sem taka slaginn og halda af stað. Kannski kemst það upp í vana að láta líf sitt í hendur náttúrunnar. Náttúran getur verið yndisleg en hún getur líka tekið sinn toll. Ekki ná allir leiðarenda og settu marki.

Dáðist af afreki Gauntlett, þegar hann náði tindi Mount Everest, innan við tvítugt. Hann hafði þetta í blóðinu og var ævintýramaður. Nú hefur sú ævintýraþrá orðið honum að bana. Þeir sem halda í svona ferðir hljóta að vera undir það búnir að ferðin geti í hvert skipti orðið það síðasta. Hvert skref sé áhætta.

Hlýtur að vera sérstök tilfinning að vita það undir niðri. Náttúran hlýtur að hafa sterkt aðdráttarafl.

mbl.is Ævintýramaður ársins 2008 látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, fólk skilur oft ekki hvað þetta er spennandi, en það er líka erfitt að útskýra það. Hver toppur og hver leið sem maður klifrar er hálfgerður 'persónulegur sigur' en mismikill þó. Alltaf er gaman að fara nýja leið og á nýja staði.

Ef þú skilur mig ekki, skoðaðu þá vefsetrið mitt, www.climbing.is og athugaðu hvort þú sért einhverju nær.

Svo er líka spurning hversu alvarlega maður á að taka lífinu... ég meina þú sleppur hvorteðer aldrei lifandi frá því.

Gummi St. (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Ekki hægt að lýsa þessu nema prófa þetta sjálfur. Helst er það Adrenalín kikkið og stuttu sælustundirnar þegar einhverju áfanga markmiði er lokið.

En gott blogg hjá þér og alltaf gott að lesa þegar menn setja sig ekki í einhver dómarasæti heldur fjalla um málin af fagmennsku og hlutleysi. Takk fyrir.

Óli Sveinbjörnss, 12.1.2009 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband