Glysið og stjörnuljóminn umlykur Gullhnöttinn

gg1
Samkvæmt hefð ætla ég að horfa á afhendingu Gullhnattarins, Golden Globe-verðlaunin, á eftir. Þar verður verðlaunað bæði fyrir kvikmyndir og leikið efni í sjónvarpi og Steven Spielberg fær heiðursverðlaunin, kennd við Cesil B. DeMille. Hann átti að fá þau fyrir ári en þau var verðlaunaafhending felld niður með glys og stjörnuljóma vegna verkfalls handritshöfunda. Þá var bara haldinn blaðamannafundur í tæpan hálftíma og tilkynnt um sigurvegara.

Erfitt að spá um sigurvegara að þessu sinni. Margar myndir eiga alvöru séns. Ætla bara að segja hverjir ég vona að vinni. Vona að Heath Ledger fái Gullhnöttinn fyrir hina stórfenglegu leikframmistöðu sína í The Dark Knight. Þetta er einn mesti leiksigur síðustu áratuga og ber að verðlauna hann fyrir það leikafrek, nú tæpu ári eftir lát hans. Þetta er svo traust frammistaða að hana verður að heiðra með leikverðlaunum á næstu vikum, auðvitað með óskar.

Vil líka að Sean Penn vinni fyrir stórleik sinn í kvikmyndinni Milk og Meryl Streep fyrir Doubt. Annars eru allar leikkonurnar í dramaflokknum með glæsilega leikframmistöðu og eiga allar skilið að vinna. Tími Kate Winslet er auðvitað fyrir löngu kominn. Nú hlýtur hún að vinna óskarinn og ég er viss um að hún fær annað hvort verðlaunin í aðal- eða aukaleikaraflokknum.

Vil helst að Slumdog Millionaire vinni kvikmyndaverðlaunin, enda eðalmynd, eða The Reader. Verður vonandi fín og góð nótt.

mbl.is Golden globe-verðlaunin veitt í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband