Verður Ingibjörg Sólrún menntamálaráðherra?

isg ghh
Stóra pólitíska frétt helgarinnar finnst mér sú kjaftasaga sem Stöð 2 kom með í kvöld að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir muni jafnvel fara úr lykilráðuneyti og taka við veigaminni verkefnum hér heima, jafnvel verða menntamálaráðherra. Auðvitað er þetta skiljanlegt sé mið tekið af veikindum hennar, en ég á samt erfitt með að sjá það fyrir mér að hún geti sætt sig við að taka ráðuneyti sem er veigaminna en utanríkismál eða ríkisfjármálin. En kannski vill hún fókusera sig á aðra málaflokka

Kannski er þetta allt ein vitleysa og spuni í einhverja átt, en samt merkileg kjaftasaga engu að síður. Mér finnst liggja í loftinu að í raun verði mynduð ný ríkisstjórn á nýjum grunni eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Það er að segja ef hún lifir þann fund af og niðurstöður hans. Á síðustu dögum hef ég orðið æ vissari um að flokkarnir hafa límst aftur saman og eru samhentari en lengi áður. Eitthvað stórt hefur gerst frá áramótum, á örfáum dögum, sem ég skil ekki enn.

Ingibjörg Sólrún er farin að bakka upp umdeilda ráðherra og reynir allt til að halda samstarfinu saman. Auk þess er greinilegt að róast hefur yfir. Leiðtogar flokkanna virðast einhuga um að bjarga samstarfinu og halda saman í gegnum árið - koma í veg fyrir kosningar. Stjórnin er samhent eftir atburði vikunnar á einhverjum forsendum og greinilega er verið að huga til framtíðar með ráðherrahrókeringum og uppstokkun á mörgum sviðum.

Svo verður að ráðast hvort sú uppstokkun verði gæfuspor eða byrjun á endalokunum.

mbl.is Ekki ágreiningur í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Hvað límir saman? Hér er ein samsæriskenning:

Geir kominn inn á að tala fyrir ESB aðildarviðræðum á landsfundi. Ingibjörg styrkir hann óbeint með því að sýna út á við að stjórnin sé samhent, en ekki allt upp í loft. Þá er erfiðara fyrir andstæðinga ESB í röðum sjálfstæðismanna að hafna Geir á landsfundinum.

Jón Ragnar Björnsson, 12.1.2009 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband