Bollywood nær í gullhnött - tvenna hjá Kate

Kate Winslet
Mikið var um óvænt úrslit við afhendingu Gullhnattarins í nótt. Kate Winslet kom öllum á óvart, mest þó sjálfri sér, með því að endurtaka afrek Helen Mirren fyrir tveim árum og hljóta tvenn verðlaun fyrir leik, bæði fyrir aðalhlutverk í Revolutionary Road og aukahlutverk í The Reader. Löngu var kominn tími til að Kate myndi vinna verðlaunin, en hún hafði aldrei unnið gullhnött og ekki enn fengið óskarinn þrátt fyrir fimm tilnefningar í báðum verðlaunum. Nokkuð öruggt er að hún fær óskarinn í næsta mánuði og það tímabært.

Velgengni Slumdog Millionaire var verðskulduð. Myndin hefur hlotið mjög góða dóma og ég hlakka mjög til að sjá hana. Hef séð nokkrar klippur úr henni og tel langlíklegast að hún verði sigursæl á óskarnum. Auðvitað eru stórtíðindi að leikarar úr Bollywood séu aðalstjörnurnar í einni heitustu mynd ársins 2008 og er til marks um breytta tíma. Í fyrra heiðraði bandaríska kvikmyndaakademían evrópska leikara í öllum leikflokkunum og má alveg búast við að sigurstund Bollywood verði ekki síður merkileg.

En talandi um óvænt úrslit. Átti ekki von á að Mickey Rourke fengi gullhnöttinn fyrir The Wrestler. Straumurinn var klárlega með Sean Penn sem á stórleik í Milk, magnþrungri sögu um Harvey Milk, hinn umdeilda samkynhneigða stjórnmálamann í San Francisco, sem myrtur var ásamt Moscone borgarstjóra af Dan White í skotárás í ráðhúsinu árið 1978. Klárlega ein af bestu myndum ársins. En Penn vann ekki, gæti verið að það minnki möguleika hans að hafa unnið fyrir ekki svo löngu fyrir Mystic River.

Heath Ledger hlaut verðskuldað gullhnöttinn fyrir stórleik sinn í The Dark Knight. Held að það þurfi ekki mikla spámenn til að sjá að hann fær óskarinn fyrir hlutverkið ennfremur. Þetta er ein besta leikframmistaða síðustu ára og fær verðskuldað hrós og verður margverðlaunuð á þessu verðlaunatímabili. Svo kom ekki á óvart að sjónvarpsmyndin um John Adams sópaði að sér verðlaunum. Hlakka til að sjá hana í íslensku sjónvarpi vonandi sem fyrst á nýju ári.

mbl.is Slumdog vann á Golden Globe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

ah, loksins skrifar sjálfnefndur "kvikmyndafrík" um kvikmyndir. Sá því miður ekki Golden Globe verðlauna afhendinguna í gærkveldi, en ég svo sannarlega samgleðst Kate Winslet.

Ég get sannfært þig um að Slumdog Millionaire á ekki eftir að valda þér vonbrigðum. Myndin er mjög áhrifa mikil og nær góðu markmiði að sýna dagleg erfiði í lífi svo margra. Merkilegt að ekki fleiri myndir frá Bollywood hafi náð athygli Vestrænna kvikmyndaáhorfenda því mun fleiri kvikmyndir eru framleiddar í Bollywood heldur en í Hollywodd sjálfri. Ég skrifaði smá um jólamyndirnar hér

Ég vona að þú sjáir einnig The Curious Case of Benjamin Button, næst á dagskrá hjá mér er að sjá Revolutionary Road með Kate Winslett og Leonardo DiCaprio sem opnar 23 janúar hérna hjá mér.

Stefán, svona til gamans, er það bara ég eða er "síðuritaramyndin" af þér svolítið lík honum Tom Hanks?

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 12.1.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband