Þingdemókratar gefast upp - Burris fær þingsætið

Þingdemókratar í öldungadeildinni hafa greinilega áttað sig á því sem hefur verið augljóst síðustu vikuna, og ég hef áður bent á hér, að þeir gátu ekki komið í veg fyrir að blökkumaðurinn Roland Burris taki við þingsæti Baracks Obama fyrir Illinois. Tilraunir þeirra til að koma í veg fyrir að Burris myndi sverja embættiseiðinn fyrir tæpri viku voru algjörlega misheppnaðar og eitt allsherjar klúður fyrir Demókrataflokkinn. Ekki er hægt með nokkru móti að benda á ástæður fyrir því hvers vegna Burris eigi ekki að fá sætið og engar tengingar eru á milli hans og Blagojevich ríkisstjóra.

Held að Dianne Feinstein, hin eldklára þingkona demókrata í öldungadeildinni, hafi endanlega gengið frá andstöðunni fyrir félögum sínum þegar hún benti á að ef Burris fengi ekki sætið væru demókratar í raun að leggjast gegn vali ríkisstjóra á þingmanni fram að næstu kosningum. Vald ríkisstjórans við þingmannsvalið er óumdeilt og er engin stoð fyrir því að stöðva slíkt. Þó að Blagojevich sé spilltur og sé búinn að bregðast flokksfélögum sínum er ekkert sem tengir Burris við hneyksli hans. Burris er þvert á móti lagasérfræðingur og virðist óumdeildur sem persóna.

Andstaðan við Blago er skiljanleg. Hinsvegar er undarlegt að dæma Burris eftir hatrinu á Blago. Segjast verður alveg eins og er að Blago leysti flækjuna í Illinois snilldarvel með því að velja Burris. Honum tókst að snúa sínu eigin máli í annan hring, víðsfjarri sjálfum sér, og um leið að velja þingmann sem væri óumdeildur og ekki spilltur. Flækjan færðist hinsvegar til Washington og fyrst núna virðast þingdemókratar hafa áttað sig á því að þeir hafa gengið gjörsamlega í gildruna og fært Blago sóknarfæri til að verjast.

Þetta mál var reyndar sérstaklega vandræðalegt í ljósi þess að Burris er eini blökkumaðurinn sem á rétt á þingsæti í öldungadeildinni og er fjórði maðurinn sem öðlast setu þar á síðustu hundrað árum. Andstaðan við hann reyndist eitt allsherjar klúður - þingdemókratar misreiknuðu sig herfilega. Nú munu þeir hleypa Burris inn.

Svo verður að ráðast síðar hvort hann fer fram sjálfur á næsta ári eða opnar slaginn upp á gátt. Væntanlega munu bæði Jesse Jackson yngri og Lisa Madigan reyna að fá þingsætið þá.

mbl.is Burris fær þingsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband