Sýndarmennska eða glamúr hjá Hefner

Hugh Hefner og stelpurnar hans Held að fáir menn á níræðisaldri lifi skrautlegra lífi en glaumgosakóngurinn Hugh Hefner. Á gamals aldri er hann með samansafn ungra meyja á sérstöku setri, kenndu við Playboy-ritið margfræga, sér við hlið og hann vill alltaf yngri og glæsilegri gellur á forsíðu blaðsins síns og setrið. En nú er ekki nema von að spurt sé hvort þetta sé allt eitt sjónarspil.

Yngismeyjar hafa keppst um það að fara til hans á setrið og vera í blaðinu hans, misjafnlega frægar. Sama er hversu Hefner verður gamall og slitinn, alltaf nær hann athygli út á líferni sitt og hann er ekki beint feiminn við sviðsljósið. Kyndir frekar undir eldinn gegn sér og er slétt sama um þá sem helst gagnrýna hann og Playboy-lífið á setrinu margfræga.

Meðal annars hafa verið gerðir raunveruleikaþættir um lífið þar og hafa þeir ekki síður vakið athygli fyrir hversu lífsglatt gamalmenni Hefner er fyrir húsfreyjurnar sínar. Nú er spurningin hvort Hefner deyji sæll og glaður á þessu setri eða koðnar niður í ellinni? Allavega er nokkuð öruggt að öldruðum er búið þar áhyggjulaust ævikvöld.

mbl.is Líf Hefners sýndarmennska?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband