Flugslys og óttinn við að fljúga

Mér brá nokkuð þegar ég sá á erlendri fréttastöð áðan að vél US Airways hefði hrapað í Hudson ána. Datt eiginlega fyrst í hug þegar Boeing-vélin hrapaði í Potomac-ána í Washington, skammt frá Hvíta húsinu, fyrir tæpum þremur áratugum. Eftir því var gerð fræg mynd og ég hef lesið bækur um það. Veðuraðstæður voru þá aðrar og eiginlega var þar unnið mikið björgunarafrek og frægt var að einn flugfarþeganna fórnaði lífi sínu við að bjarga öðrum í vélinni.

Ég hef aldrei verið flughræddur eða óttast það að fljúga. Aldrei eitt augnablik. Eiginlega er vonlaust að ferðast eða fara nokkuð um nema vita að allt getur gerst, hvar sem maður er staddur. Ég þekki fólk sem er svo flughrætt að það þorir varla í innanlandsflug. Hef aldrei skilið þessa tilfinningu en kannski er það skiljanlegt þegar fréttir berast af slíku slysi.

Flugið er ekki versti ferðamátinn en auðvitað er það alltaf sérstakt að setjast upp í flugvél og halda út í óvissuna.

mbl.is Flugvél hrapaði í Hudsonfljót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mikil flughræðsla er eins konar fóbía og er sumu fólki óviráðanleg og kemur skynsemi ekki ekkert við.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.1.2009 kl. 22:51

2 identicon

Stundum er innanlands flug skelfilegt. Einsog lending á ísafirði í smá vindi eða aðflug að akureyri þegar þeir taka sveig yfir fjöllin hinumeginn við pollinn.

Aldrei komið fyrir í utanlandsflugi þó.

Ólafur Waage (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband