Er Björn Ingi að fara í stjórnmál eða viðskipti?

Ég er ekki hissa á því að Björn Ingi Hrafnsson sé hættur með Markaðinn. Mikið var deilt um verk hans í kjölfar bankahrunsins og þegar við bættist að þáttur hans var færður úr eigin plássi yfir í kvölddagskrána var eðlilega spurt um framtíð hans hjá blaðinu. Óvenju harkaleg skrif Páls Baldvins Baldvinssonar, ritstjórnarfulltrúa Fréttablaðsins, um þátt Björns Inga þóttu líka mjög merkileg, miðað við að Björn Ingi var yfirmaður viðskiptaumfjöllunar blaðsins.

Stóra spurningin er hvort Björn Ingi sé að fara aftur í pólitíkina eða einhver viðskipti. Orðalagið vekur sannarlega athygli, enda var lengi talað um að draumur Björns Inga væri að ná frama innan Framsóknarflokksins, en brotthvarf hans úr framlínusveit flokksins vakti mikla athygli fyrir nákvæmlega ári þegar búmmerang Björns Inga í borgarmálunum snerist honum í óhag.

mbl.is Björn Ingi hættur á Markaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Ha ha, vona að hann fari í framboð sem formaður Framsóknarflokksins og vinni! Þá getur hann stjórnað jarðarförinni á líkinu.

Guðmundur Auðunsson, 16.1.2009 kl. 16:08

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég veit ekki hvað öðrum finnst en ég held að hann yrði fyrirtaks heimavinnandi húsfaðir.

Ég hef ekki hnotið um þá hæfileika hjá honum að hann eigi að demba sér aftur í pólitík, en kæmi mér nú samt ekkert á óvart þó að það blundaði í pilti.En kannski er hann svo bara að fara að feta allt aðrar slóðir og fjarlægast bæði fjölmiðla og pólitík, ég mun ekki sakna hans svo mikið er víst.

Gísli Foster Hjartarson, 16.1.2009 kl. 16:42

3 identicon

Hann er ekki að hætta með markaðinn á stoð2. hann er að hætta með markaðinn  í fréttablaðinu.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:43

4 identicon

Var honum ekki bara sagt upp? Það er verið að draga saman seglin. Þessi sjónvarpsþáttur hans hefur nú ekki beint verið að slá nein áhorfendamet, þrátt fyrir að vera mest auglýsti þáttur sinnar tegundar í sögunni. Af hverju er látið líta út eins og hann sé að fara að sjálfsdáðum?

Af hverju ætti hann að fara í stjórnmál aftur? Er hann ekki nýfarinn þaðan út á öxlinni á Alfreð Þorsteinssyni? Halda menn virkilega að það sé eftirspurn eftir svona mönnum? Eru þeir ekki stimplaðir sem hluti af þeirri spillingu sem fólk er búið að fá nóg af? Manni sýnist amk að í framsóknarflokknum sé ekki mikil eftirspurn eftirr svona fólki

Jón (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:38

5 identicon

Bingi er að fara aftur í garðsláttinn hjá Reykjavíkurborg  -  svartur á leik

Krímer (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband