Framsóknarflokkurinn fikrar sig í Evrópuátt

Mér finnst það mjög merkileg tíðindi að Framsóknarflokkurinn hafi ákveðið hreint út að lýsa yfir stuðningi við aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Með því er áralöngum deilum um málið úr sögunni innan flokksins í þeirri mynd sem þær hafa verið, sem lengi vel einkenndust af persónulegum átökum Halldórs Ásgrímssonar og Guðna Ágústssonar. Þetta markar nýtt upphaf innan flokksins og vekur spurningar um hvort flokkurinn nær einhverjum sóknarfærum á þessari stefnumótun.

Að mörgu leyti ræðst það af því hver á að stjórna stefnumótuninni í þeirri Evrópuátt sem Framsóknarflokkurinn hefur tekið. Formannskjörið á sunnudag ræður enn meiru um það vissulega en þessi kosning. Þar sem formannsefnin þrjú sem eiga raunhæfa möguleika á að taka við formennskunni eru með mismunandi sýn á Evrópu og hvaða fókus eigi að setja á málaflokkinn verður það í raun sú kosning sem ræður ferlinu sem tekur við.

Í raun er sú kosning mun frekar um framtíð flokksins en nokkurn tímann þessi stefnumótun. Hún er í raun svo opin að nýr formaður getur teygt hana og leitt í hana hvaða átt sem hann telur henta sér. Í raun verður sá talsmaður sá áttaviti sem stýrir för flokksins. Þar sem greinilega eru nýjir tímar í augsýn fyrir Framsókn ræður mestu hvaða fókus nýr formaður setur á málin og hvernig hann vill reyna að höfða til kjósenda í þeim rústum sem hann er í nú.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Siðasta tuginn hafa framsóknarmenn sett eða réttara sagt gefið mönnum lausan tauminn með fjármagn skattborgara, svo kemur Valgerður í pontu og segir ekki mér að kenna. Ef framsókn á að koma inn í næstu kosningum þá losar hann sig við svona fólk sem hefur verið áberandi, helst að láta þau segja sig úr flokknum

Guðrún (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fikr og fipl og fálm kann þetta að virðast hjá Framsókn, en flokksforingjarnir vita alveg hvað þeir eru að gera og ætla sér. Ég er sammála Hjörleifi Guttormssyni, að það stendur ekki til að fara eftir hinum að því er virðist ströngu skilmálum, sem settir voru í þessa flokkssamþykkt. Þetta lið finnur alltaf einhverja fleti á því að réttlæta svik við bókstaf samþykktarinnar (t.d. með því að brennimerkja "bókstafstrú"! – eða segja einhverja efnahagslega nauðsyn hafa breytt forsendum eftir á – eða kenna kröfum annarra viðsemjandi flokka um – eða hreinlega með því að þumbast áfram á viljanum einum saman, án tillits til flokksþingsins). Skilmálarnir þjónuðu, hygg ég, eingöngu því hlutverki að narra efasemdamennina til að samþykkja þetta. Það stendur ekki til, að flokkseigendafélagið fari að þjóna þörfum bænda og sjómanna og íslenzkra skattgreiðenda – sú leiðandi klíka vill iðrunarlaust halda áfram að nota flokkinn í eigin þágu og sinna prívatstefnumála, í stað þess, sem hreinlegra mætti kalla, að kveðja Framsókn og ganga í Samfylkinguna.

Meira í grein minni fyrr í kvöld um þessa samþykkt og í fleiri greinum um Framsóknar- og EBé-mál á Vísisvef mínum: http://blogg.visir.is/jvj/, þ. á m. grein um hinn unga formannsframbjóðanda Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Kær kveðja til þín, Stefán, með ósk um farsælt nýtt ár.

Jón Valur Jensson, 16.1.2009 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband