Ólíkar raddir fólksins ná ekki saman að tjá sig

Innst inni er ég ánægður með að ekki tókst að eyðileggja fyrir þeim sem hafa komið saman og mótmælt á Austurvelli. Þeir sem ætluðu að vera á sama stað á sama tíma með mótmæli hljóta að geta fundið sér annan tíma og eigin tækifæri til að tjá sig, þó reyndar sé merkilegt að þessar raddir hafi ekki getað átt samleið á sama vettvangi. Ég velti fyrir hvað ráði því, annað en egó sumra manna, að allar raddir þeirra sem vilja tjá sig um stöðuna í samfélaginu geti ekki átt samleið.

Ég hef alltaf verið mjög hlynntur því að þeir sem hafa skoðun og vilja til að tala í þessu ástandi þjóðarinnar hafi sinn farveg til þess og geti mótmælt ef þeir vilja, en þó þannig að það sé gert málefnalega og fólk gefi upp nafn og númer, eins og sagt er. Þeir sem vilja og hafa virkilega eitthvað fram að færa hljóta að geta farið þá leið og talað af ábyrgð. Þó ég sé ekki sammála öllum röddunum finnst mér margt gott hafa komið úr þessu, t.d. borgarafundirnir í Háskólabíó.

Verst af öllu er að einhverjir séu gagngert í einhverjum undarlegum hernaði gegn þeim sem vilja tjá sig og hafa gert það með þessum heiðarlega hætti, eins og á Austurvelli. Þetta fólk á að geta fengið að vera í friði. En það er samt sem áður merkilegt að þessar raddir geti ekki náð samhljómi, einhvers konar átök séu þar á milli. En kannski er staðreyndin einmitt sú að þar ræður eitthvað annað en málstaðurinn.

mbl.is Fjöldi manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sammála

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.1.2009 kl. 18:02

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Er ekki bara um 1 mann að ræða sem reynir að spilla mótmælunum ?

Mann sem með framferði sínu hefur gert sig ómarktækann með öllu.

hilmar jónsson, 17.1.2009 kl. 18:59

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þriðjudagurinn 20.01 verður skrautlegur það er alveg klárt mál.

Óðinn Þórisson, 17.1.2009 kl. 21:30

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Stefán,

ég átta mig ekki á því hvort þú átt við Ástþór eða Hörð þegar þú segir að eitthvað annað en málstaðurinn ráði. Getur skýrt það nánar?

Gunnar Skúli Ármannsson, 17.1.2009 kl. 21:47

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Skúli, ég er að tala um þá sem vildu eyðileggja ein mótmælin með því að hafa önnur á sama stað og sama tíma.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.1.2009 kl. 11:43

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk, sammála.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.1.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband