Eru mótmælin ekki farin að ganga of langt?

Eru mótmælin á Austurvelli ekki farin að ganga of langt þegar jólatréð er fellt og það brennt á báli á staðnum? Þó reiðin sé mikil og gremjan sennilega ekki síður þung fyrir þá sem eru þarna er þetta ekki of langt gengið? Og þó, kannski er þetta fyrirboði um að fólk ætli ekki að fara neitt og muni halda til fyrir utan þinghúsið á næstu dögum. Ef þetta stefnir í það er spurt um hversu lengi það sé tilbúið til að vera þar fyrir þann málstað sem það berst fyrir.

Mér sýnist þessi mótmæli vera orðin stjórnlaus og þokist áfram frekar spontant frekar en vera skipulögð og ákveðin. Reiðin ber fólk ofurliði og það fer alla leið á þeirri gremju sem býr í því. Miðað við viðtölin í tíufréttum og stemmninguna sem var hjá því er varla við því að búast að skynsemin sé við völd í baráttunni. Þetta er að stefna í eitthvað meira en mótmæli, þetta er að verða að hreinni árás á allt stjórnkerfið og virðist valdi þar beitt af öllu afli.

Morgundagurinn verður örugglega átakadagur eins og sá sem nú er liðinn. Mér sýnist engin mörk á því hvað geti gerst og væntanlega verður ofbeldið meira en í dag ef fram heldur sem horfir. Nú reynir á hvað lögreglan og stjórnvöld eru tilbúin til að gera til að verja þinghúsið. Mér sýnist þetta vera að þokast mjög á verri veg.

mbl.is Jólatréð brennt á bálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var að koma neðan úr miðbæ.  Þetta var ósköp friðsælt og það er í lagi að móttmæla svo fremi sem ofbeldi og skemmdarverk eiga sér ekki stað.

Gunnar (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:54

2 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Ef það er einhvers staðar sem skynsemin er ekki við völd, þá er það á stjórnarheimilinu.  Ábyrgð ríkisstjórnarinnar er mikil, hún er rúin trausti og á að fara frá.  Því fyrr sem hún skynjar sinn vitjunartíma, því betra.

Árni Þór Sigurðsson, 21.1.2009 kl. 00:56

3 Smámynd: Vilberg Helgason

Lögreglan sinnir bara sinni vinnu hvort sem hún vill það eða ekki.

En stjórnvöld geta aftur á móti bara boðað til kostninga í vor og þá fara allir nokkuð sáttir heim....  heyrðist það vera svona miðjan í því sem mótmælendur voru að tala um.

En ætli það sé nokkuð aftur snúið í þessu öllu saman og fólk þurfi að fá að gefa einhverjum umboð til að fara með sín mál. Það er ekki traust í dag og þar með ekki umboð.

Samt ánægðastur með liðið hérna á Ak í kvöld að halda samstöðumótmæli. Sýnir bara að þetta er ekki bara skríll í REK, eins og sást í kvöld þegar hver merktarmaðurinn á íslenskann mælihvarða var fengið í viðtal á stöðvum landsins.

Vilberg Helgason, 21.1.2009 kl. 00:57

4 identicon

Jú - algjörlega sammála þér Stefán Friðrik.  Það liggur við að ég segi því miður!!

Edda (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:58

5 Smámynd: Anna Svavarsdóttir

Kjósa það er lausnin.  Ég veit ekki en persónulega finnst mér eitt brennt jólatré vera afar lítið tjón miðað við hvað þjóðin er búin að ganga í gegnum og á eftir að ganga í gegnum.

Sjálfstæðisflokkurinn og samfylkingin verða að fara að axla ábyrgð á ástandinu og láta verk sín í dóm kjósenda.

Þau eru að brenna inni á tíma og með hverjum deginum sem líður verða fleiri heimili gjaldþrota og fleiri fyrirtæki rúlla.

ég vona að stjórnin sjái ljósið og boði til kosninga.  Þá róast lýðurinn.

Anna Svavarsdóttir, 21.1.2009 kl. 01:04

6 Smámynd: moss

alls ekki. þau eru  bara sýndarveruleikasnertur mótmælavivaradiorebel

moss, 21.1.2009 kl. 01:05

7 Smámynd: Tómas Ingi Adolfsson

Sæll Stefán

Jólatréð, æ nei...fólk má alveg nota það til þess að halda á sér hita mín vegna. Ekki er það mesti skaðinn sem við verðum fyrir þessa dagana a.m.k. Það er heldur ekkert skrýtið að mótmælin stjórnist af gremju og reiði frekar en skynsemi. Hvernig er hægt að halda sönsum þegar maður veit að skattpeningarnir sínir og afkomenda sinna muni fara í það að greiða auðmannaskuldir. Ekki ber það heldur vitni um mikla skynsemi að á Alþingi sé fólk að ræða löggjöf um áfengi á meðan allt er kolvitlaust fyrir utan. Mín skoðun er sú að það er algjörlega undir stjórnvöldum komið hversu langt þessi mótmæli ganga. Það þýðir ekki að ráðamenn, eins og Þorgerður K. til dæmis tali um að þeir hafi skilning á reiði almennings ef þeir gera ekki neitt til þess að minnka hana. Þetta er allt undir þeim komið...

Tómas Ingi Adolfsson, 21.1.2009 kl. 01:12

8 identicon

Til að svara spurningu þeirri er sett er fram í fyrirsögn: Nei. 

Borgari (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:16

9 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Ertu að grínast? Þetta tré er dautt, það eru ekki nema svona fimm dagar í að það verði sett á haugana. Dagurinn í dag var fyrsti dagur, á morgun verður dagur tvö. bylting er hafin og ef þú vilt taka þátt, þá mætir þú kl. eitt á morgun

Óskar Steinn Gestsson, 21.1.2009 kl. 01:16

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég skal segja þér að lögreglan mun aldrei ráða við þetta. Það er íslenska þjóðin sem er sem stendur að þessum mótmælum en ekki einhverjir nokkrir krakkar. 

Eina vitið er að fá nýjar kostningar og það eins og skot. Þetta er aðeins upphafið á byltingunni sem er að hefjast hérlendis. 

Brynjar Jóhannsson, 21.1.2009 kl. 01:16

11 Smámynd: Ragnar Eiríksson

NEI, NEI, NEI!

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 21.1.2009 kl. 01:20

12 identicon

Heill og sæll; Stefán Friðrik !

O; nei. Baráttan er bara að byrja, Stefán minn.

Heill fólkinu; á Austurvelli Reykvízkra - líka sem þeim, hver heyja baráttuna, á Ráðhústorgi ykkar Akureyringa, sem víðar um héröð !

Með baráttukveðjum; góðum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:28

13 identicon

Já, þegar friðsömu mótmælin ganga svona "rosalega" vel, afhverju ættu mótmælendur að breyta um taktík... maður spyr sig;)

Hermann (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:30

14 identicon

hehe já veslings jólatréð sem átti að vera löngu farið því jólin eru búin.

ari (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:33

15 Smámynd: Gunnar

Ofbeldið hefur nær eingöngu verið af hálfu lögreglunnar.

Hvaða máli skiptir eitt jólatré sem átti að vera löngu farið? Ertu að æfa þig í smjörklípunum fyrir landsfundinn?

Landið er stjórnlaust, er ekki við hæfi að mótmælin séu það líka? Mér sýnist reyndar að stjórnlaus mótmæli séu mun betri en stjórnlaust land.

Og hvaða valdbeitingu ertu að tala um af hálfu mótmælenda? Ég var þarna og sá engin merki um slíkt, bara af hálfu lögreglunnar. Takandi 11 ára gamalt barn frá móður sinni er ekki beint gæfulegt og margfalt meira brútal heldur en það sem mótmælendur hafa gert.

En því skal samt haldið til haga að lögreglan hefði getað farið verr að ráði sínu en það hefði án efa þýtt alvöru stjórnlaus mótmæli. Ég held þú ættir að geyma stóru orðin því ef ríkis"stjórnin" fer ekki bráðum frá þá held ég að þú þurfir á þeim að halda...

Gunnar, 21.1.2009 kl. 01:34

16 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Varstu þarna?

Ef ekki þá skaltu ekki vera að tala um stjórnleysi og reiði. Það var einfaldlega orðinn skortur á eldivið í bálköstinn!

Þarna var mikil umferð af fólki á öllum aldri og að jafnaði um 1000 - 2000 manns á svæðinu frá 21:30 - 23:30. Þegar ég fór um kl 00:45 voru eftir um 300 manns en fækkaði ört. Stemmingin var nær því að vera carnival og undrun en ekki reiði og ofsi eins og þú virtist gefa þér. 

Þessi uppákoma er fordæmalaus hér á landi og ef hún dugar ekki til að koma hreyfingu á málin þá veit ég ekki hvað þarf til.

Haraldur Rafn Ingvason, 21.1.2009 kl. 01:46

17 identicon

 

Fyrir hvaða málstað heldur þú virkilega að fólk sé að berjast fyrir.  Er eitthvað undarlegt að nú sé fólk hreinlega búið að fá "uppí kok" af spillingu ?

Er eitthvað skrítið að fólk sé reitt og sárt. Þú hlýtur að gera þér örsmáa grein fyrir stöðu margra í þessu "blessaða landi okkar".

Heldur þú virkilega að staða "þjóðfélagsins" væri svona í dag ef "lýðræðisstjórn" væri hér við völd.  Alla þá áratugi sem ég man hefur pólitík á Íslandi snúist um "flokksræði, lýðræði í orði en ekki á borði" 

Ef mótmælin eru stjórnlaus og annað eftir því sem þú segir, þá eru þau greinilega í takt við "núverandi ríkisstjórn".  Að tala um að hér ráði ekki skynsemi ferðinni,  á hvað stigi er skynsemi ráðamanna í þessu landi.  Þú talar um hreina árás á allt "stjórnkerfið" og valdi beitt af öll afli. Hver var ástæða þess í "fyrrum austantjaldsríkjunum" að stjórnkerfið hrundi.  Var það vegna þess að "fólkið var svona slæmt" eða var það kannski stjórnkerfið. 

Þú fyrirgefur Stefán, en mér finnst eins og þinn "sjóndeildarhringur" sé ákaflega takmarkaður varðandi stöðu mál á Íslandi í dag og þegar "jólatré" virðist vera eitt af stóru málunum í þinni grein, þá er ég meira en lítið gáttaður. ;-)

Ég hef sagt áður, að ekki átti ég von á því að lifa "hrun Berlínarmúrsins" og varla hafa "austantjaldsherrarnir" heldur átt von á því.  Því hruni fagnaði ég mikið og ég sé ekki betur en að nú sé komið að "hruni flokksvaldsins" á Íslandi og fyrstu steinarnir þegar að falla.  Því fagna ég líka og brátt get ég sagt með stolti að á Ísland er loks að verða til "vestrænt lýðræðisríki" sem stendur undir nafni.

Menn sem eru undrandi á mótmælum í þessu landi hafa greinilega ekki lifað því lífi sem "venjulegt fólk" á Íslandi hefur þurft að lifa síðustu vikur og mánuði. 

Hafi einhverju sinni verið framin "hryðjuverk" á Íslandi, þá eru það gjörsamlega vanhæfir stjórnmála-og embættismenn, ásamt gjörspilltum bankastjórum og útrásarbröskurum, sem eitt sinn voru víst kallaðir götustrákar, sem þau verk hafa framið.

Er skrítið að "almenningur" segi stopp, hingað og ekki lengra,

nú verður "Múrinn molaður" og "Nýtt Ísland byggt upp" fyrir okkur, börnin og barnabörnin og spilling afmáð.  ;-)

bestu kveðjur ;-)

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 02:04

18 identicon

Þetta heitir bylting. Þær ná aldrey of langt ef sigur næst.

Gummi (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 02:07

19 Smámynd: Þór Jóhannesson

Eina ofbelið var að hálfu lögreglu - sem auljóslega inniheldur þó nokkra ofbeldisbolta sem kitla í puttan við að lemja og berja saklaust fólk. Faðir minn var sleginn af fullum þunga í átt að hausnum - bar hönd fyrir höfðu sér og handleggsbrotnaði. Og þetta gerðist langt frá öllu action-i. Hann er hvorti, anarkisti, aktivisti né UVG - heldur ósköp venjulegur maður sem tekur þátt í friðsamlegum mótmælum.

Þetta ofbeldi er ófyrirgefanlegt - þessar fáu (en lífshættulegu) ofbeldislöggur þarf að reka áður en þær drepa einhvern. 

Þór Jóhannesson, 21.1.2009 kl. 05:20

20 identicon

Nei það er ekki of langt gengið... aftur á móti situr meinið of lengi.
Allt sem hefur gerst og mun gerast er 100% á ábyrgð ríkisstjórnar.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 07:34

21 Smámynd: Héðinn Björnsson

Mótmæli á Íslandi hafa verið einstaklega hófstillt og aðgerðirnar í gær voru einnig hófstilltar. Eignarupptöku auðmanna á eigum almennings í skjóli ríkisstjórnar þeirra var svarað með því að slá á potta og pönnur og með því að kveikja bál til að halda á sér hita. Íslendingar eru að taka árásunum á sig af miklu æðruleysi og tel ég að fólk eigi að muna eftir að hrósa samlöndum sínum fyrir það.

Höldum í vonina um betra samfélag og hittumst á Austurvelli á eftir!

Héðinn Björnsson, 21.1.2009 kl. 11:34

22 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Stefán Friðrik, getur þú fætt og klætt 6 manna fjölskyldu með 40 þús. krónur til ráðstöfunar á mánuði ?  Ég get varla ímyndað mér að það hafi verið ''skríll'' að slá á potta og pönnur á mótmælunum á gær á Austurvelli, reyndar var ég ekki viðstödd þar sem ég var að vinna og get kannski ekki dæmt um það að þarna hafi verið staddur '' skríll '' á Austurvelli að slá á pönnur og potta. Ástandið er bara orðið mjög alvarlegt hjá stórum hluta af fjölskyldum í þjóðfélaginu.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 21.1.2009 kl. 18:20

23 Smámynd: Jens Guð

  Ef ég miða við minn kunningja- og vinahóp (ég hef ekki aðra viðmiðun) er nánast kraftaverk hvað mótmæli hafa verið friðsöm og látlaus.  Fólk er svo reitt.  Svo margir hafa tapað ævisparnaði,  misst vinnu og eru að horfa upp á gjaldþrot.

  Í kvöld ákvað ég í fyrsta skipti að taka stöðu með mótmælendum.  Kíkti á mótmælastöðuna fyrir utan fund Samfylkingarinnar í Leikhúskjallaranum.  Áður en ég lagði af stað nefndi ég þetta við vini og ættingja.  Ég fékk viðbrögð á borð við:  "Taktu með þér súrmjólkurfernu frá mér og láttu vaða á helvítin!",  "Ég skal láta þig fá eggjabakka til að dúndra á löggufasistana."  Annað í þeim dúr.  Aðrir sögðu:  "Taktu með þér sundgleraugu og myndavél."

  Ég er ekki í þeirri deildinni sem grýtir neinu slíku á hús né fólk.  En fólkið sem sagði þetta við mig vildi fá mig til að senda skilaboð á þennan hátt.  Þetta fólk hefur ekki tekið þátt í mótmælum en afstaða þeirra til mótmæla var einhliða. 

Jens Guð, 22.1.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband