Stjórnleysisástand á Austurvelli

Miðað við lýsingar af nóttinni í mótmælunum á Austurvelli minnir ástandið helst á útihátíðarstemmningu þar sem frjálsræðið er algjört og stjórnleysið eitt við völd. Reiðin og gremjan leiðir fólk áfram. Þegar farið er að hlaða bálkesti úr jólatré, trébekkjum og ruslatunnum við styttu Jóns Sigurðssonar eins og sést á fréttamyndum er örugglega ekki langt þangað til ófriðarbál kviknar fyrir alvöru. Held að ástæða sé til að óttast hvað muni gerast í dag. Haldi þetta áfram með svipuðum hætti getur þetta endað með hreinum óeirðum sem verða mun alvarlegri en voru í gær.

Nú verður fróðlegt að sjá hvað lögreglan mun ganga langt ef allt verður á suðupunkti síðar í dag.

mbl.is Mótmæli fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og ekki var stjórnleysið minna innan veggja Alþingis! 

En því miður þá hafa þessar aðgerðir gengið of langt og ég hef á tilfinningunni að þetta eigi eftir að halda áfram og jafnvel versna. Vondandi koma bara allir heilir frá þessu, mótmælendur sem lögreglumenn.

bjarni (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 07:42

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Stefán ég er þér sammála, aldrei þessu vant og nú er lögreglan frekar fáliðuð, þökk sé BB, og þeir búinir að standa vaktina lengi, örugglega staðið sig með príði, einn og einn taugatrektur lögregluþjónn getur þó sett stórann svartann blett á stétt þessarra manna. Þreyttir og langvaknir lögreglumenn eru bara mannlegir og verði læti í dag er hætt við að spennustigið hjá þeim verði lægra í dag en í gær, þá ég við að þröskuldurinn verður lægri. Unglingar geta vakað lengur og þurfa (að þeim finnst) þeir ekki þurfa að passa sig, þannig er það bara, ég vona að ef til átaka kemur í dag þá sjáist hver er eldri, lögreglan eða unglingarnir.

Ef hóað verður til mótmæla í dag, með skipulögðum hætti þá gæti ég átt það til en ef þetta eru einhver læti sem hafa þann tilgang einann að teygja lopann þá sit ég heima.

Ef fólk er samkvæmt sjálfu sér væri þá ekki upplagt að mótmæla á fundarstað Samfylkingarinnar í kvöld, er sá fundur ekki við Hallveigarstaði?

Góðar stundir með von um að átandið fari að skána.

Sverrir Einarsson, 21.1.2009 kl. 08:34

3 identicon

Sæll,

Finnst þér sem ungum manni eitthvað voðalega slæmt að það sé tímabundið stjórnleysi í mótmælum?Nú hefur öll fjölskylda eða öll ættin mín verið xD og því mætir engin af þeim á þessi mótmæli en mér finnst mjög gaman að fylgjast með stjórnleysi í mótmælum og þetta er spennandi .. en til gamans má geta að MJÖG margir í ætt minni eru að horfa til framsóknar og xD virðist vera búin að vera.

Hermann (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 08:50

4 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Sjáðu til Stefán, ég held að þegar upp verður staðið muni það ekki bara verða lögreglan sem býst til varnar.

Ég er sannfærður um að þó þjóðin vilji að stjórnvöld og stór hluti af ráðamönnum lansins víki eða segi af sér sé fólk ekki að reyna að kalla yfir sig vinstri lýð og byltingu.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 21.1.2009 kl. 09:28

5 Smámynd: Kristján Logason

Sæll Stefán

Þú hefur rétt fyrir þér með að þetta geti gengið of lang.

Óeirðalögreglan hefur þegar gengið of lang. Það sést vel á þeim myndum á bloggi mínu þar sem ég birti myndir af því hvernig lögreglan notar piparúða til að ritskoða ljósmyndara. Hvers vegna spyr ég.

Ef svo fer fram sem horfir óttast ég verulega framhaldið

myndirnar getur þú séð á  stjaniloga.blog.is

Kristján Logason, 21.1.2009 kl. 09:44

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er fyndið hvað þeir sem voru ekki á staðnum hafa allt aðra mynd af ástandinu en við sem þó vorum þarna. Ef þú villt upplifa hvað er að gerast í samfélaginu þá dugar ekki að sitja heima og lesa blöðin.

Héðinn Björnsson, 21.1.2009 kl. 11:19

7 Smámynd: Dunni

Já frændi.  Það lítur úr fyrir að flokurinn þinn og flokkurinn minn séu gersamlega búnir að missa sambandið við samfélagið.

Dunni, 21.1.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband