Mótmælendur ráðast að lögreglunni - átakanótt?

Ekki finnst mér það til sóma mótmælendum að ráðast að lögreglunni að tilefnislausu og reyna þannig að espa þá upp gegn sér. Eru mótmælendur að reyna að efna til óeirða og hleypa öllu endanlega upp í bál og brand? Því miður sýnist mér að reiðin sé orðin það mikil að henni sé beint að lögreglumönnum sem eru aðeins að sinna sinni vinnu.

Mér fannst mjög dapurlegt í dag að kastað væri flugeldum eða blysum að lögreglunni og gengið þar með of langt, enda er hægt að valda miklum meiðslum á mönnum sem sinna aðeins sínum verkum. Ég veit ekki hvort gott sé að spá um hvernig nóttin muni verða. Held að allt bendi til þess að átök séu að skella á milli aðila. Slíkt endar bara með óeirðum.

Ef ofbeldið ætlar að verða þannig að ráðist er að mönnum sem sinna sinni vinnu og hafa ekkert af sér gert, að tilefnislausu, er gengið of langt og skaðar aðeins mótmæli þeirra sem halda enn áfram. Kannski er tilgangurinn einn að kveikja ófriðarbál.

mbl.is Lögregla beitti kylfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Voðalega er ég smeikur um að þetta séu að þóast út í skrílslæti og skemmdaverkastarfsemi.

Það er eiginlega skelfilegt ef þessum tiltölulega fáu aðilum sem lifa fyrir svona óspektir og láta ekkert tækifæri ónotað til spellvirkja tekst að eyðileggja þessi miklu mótmæli fyrir fjöldanum.

Landfari, 22.1.2009 kl. 00:23

2 Smámynd: Frank Magnús Michelsen

Reiði? Fávitaskapur er rétta orðið yfir ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. Lögreglumenn eru fólk eins og þú og ég sem kemur heim í lok dags til fjölskyldunnar og óskar þess einskis heitar en að vera ólemstrað eftir þessa durga sem eru að kasta grjóti og kveikja elda.

Frank Magnús Michelsen, 22.1.2009 kl. 00:39

3 Smámynd: smg

Er ósammála um að mótmælendur beini reiði sinni að lögreglu sérstaklega.

Hinsvegar hefur lögreglan fengið skipun um að stigmagna átökin með kylfubeitingum. og hefur þarafleiðandi beint þannig e.t.v reiðinni að einhverju leiti að sér.

Það eru breytingar í vændum og þær verða ekki barðar niður af stjórnvöldum.

smg, 22.1.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband