Geir hættir vegna krabbameins - kosningar í maí

Geir H. Haarde
Ég er mjög sleginn að heyra af því að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hafi greinst með illkynja krabbamein í vélinda og hafi því ákveðið að hætta sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Ég vil færa Geir góðar batakveðjur og vonast eftir því að hann sigrist á meini sínu. Mikilvægt er að hann taki sér frí frá störfum og leggi alla sína orku í að ná heilsu að nýju. Ekkert er mikilvægara á þessari stundu, rétt eins og ég vona að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir muni ná sér, eins og góðar fregnir í morgun gefa tilefni til.

Augljóst er að nýjir tímar eru framundan innan Sjálfstæðisflokksins. Ný forysta verður kjörin á landsfundi í marslok, en fyrri fundi hefur nú verið frestað. Þar er mikilvægt að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verði einhver sem stendur utan meginátaka undanfarna daga og tryggt verði að flokkurinn endurnýji sig í aðdraganda vorkosninga, sem augljóst er nú að verða haldnar laugardaginn 9. maí nk.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fullt tækifæri til að endurnýja sig og treysta böndin á landsfundi í marslok. Nú þegar Geir H. Haarde, traustur forystumaður um langt skeið, yfirgefur sviðið og einbeitir sér að því að ná heilsu er mikilvægt að við flokksmenn stöndum saman um enduruppbygginguna og veljum formann sem getur endurreist flokkinn til verka og tekið trausta forystu varðandi þingkosningarnar.

mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu Stefán Friðrik/Geir er mikið góður drengur!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.1.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband