Samstaða um maíkosningar - formannsslagur

Ég get ekki betur séð en samstaða muni nást um kosningar þann 9. maí. Allir ættu að geta sætt sig við það og byrjað á kosningabaráttunni sem fyrst. Ekki er lengur hægt að tala um að menn axli ekki ábyrgð - þegar kosningum er flýtt um tvö ár er ljóst að orðið hefur verið við kröfum þeirra sem voru óánægðir með stöðuna. Mér finnst það út í hött að mynduð verði önnur stjórn fram að þeim tíma. Kosningum hefur verið flýtt um tvö ár og tryggt að landsmenn muni taka afstöðu til flokkanna mjög fljótlega.

Tíðindin úr Valhöll eru mjög dapurleg og ég finn að hugur allra landsmanna er hjá Geir og fjölskyldu hans. Burtséð frá átökum hefur Geir verið einn vinsælasti og traustasti stjórnmálamaður landsins og nýtur virðingar vegna þekkingar sinnar og reynslu. Mikilvægt er að hann fái sitt svigrúm og landsmenn fari að beina sjónum sínum að kosningunum.

Alveg óþarfi er að mótmæla úr þessu, allavega hljómar kosningakrafan og uppgjörin sem fjarstæða nú. Reiðin og gremjan getur nú beinst í málefnalegar rökræður um næstu skref og kosningabaráttuna. Landsmenn fá nú valdið í sínar hendur og geta farið að einhenda sér í pólitíska baráttu um næstu skref, tala í lausnum.

Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn er mikilvægt að allir sem hafa áhuga á formannsembættinu fari fram og við fáum heiðarlega baráttu um flokksforystuna á landsfundi. Mér finnst, eins og ég sagði fyrir stundu, rétt að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins standi utan átakanna sem verið hafa og ég mun styðja þann sem getur boðað breytingar.


mbl.is Árni: Mikið áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband