Ætlar Hörður Torfa ekki að biðja Geir afsökunar?

Á ég virkilega að trúa því að Hörður Torfason sé það mikið fífl og tilfinningalaus mannskepna að hann ætli ekki að biðja Geir Haarde, forsætisráðherra, afsökunar á ómerkilegum ummælum sínum um hann í dag. Tal hans um að veikindi Geirs, illkynja mein í vélinda, séu eitthvað kosningatrix eða reykbomba eru svo ógeðsleg að maðurinn er ekki trúverðugur í einu né neinu framar, hvorki sem frontur í mótmælum eða fjöldahreyfingu á nokkurn máta. Hann fór langt fram úr sér.

Ég bar vonir og væntingar til þess að Hörður myndi biðjast afsökunar og draga ummæli sín til baka fyrir kvöldið. Enn hefur það ekki gerst. Ætlar hann virkilega að verða metinn slíkt fífl að standa við þessi nauðaómerkilegu ummæli sín?

mbl.is Sextándi mótmælafundurinn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ætlar þú ekki að slaka á og gefa Herði færi á að skýra sitt mál, áður en þú skrifar lokasetninguna í þetta drama þitt ?

hilmar jónsson, 23.1.2009 kl. 20:42

2 identicon

Sagan mun dæma Hörð Torfa.

Hjalti Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:50

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég er svo sammála þér Stefán, ég verð bara að segja að ég var að ræða þetta við matarborðið við fjölskyldu mína áðan, og það lá við að ég færi fram ög öskraði.  Get varla sagt hér hvaða hugsanir flugu í gegnum hausinn á mér hvað varðar þennan Hörð Torfason.

Á blogginu mínu hef ég sagt honum að skammast mín, verð víst að láta það duga.

Sigurður Sigurðsson, 23.1.2009 kl. 20:51

4 identicon

Eflaust er Hörður maður nógu stór til að afsaka þessi ummæli sín, ef það er þá nauðsynlegt yfirhöfuð.

En sjáðu til, bara svona sem dæmi: Miðað við öll þau ósannindi sem hafa komið frá ráðamönnum þjóðarinnar síðustu mánuði er allt (ALLT) traust horfið á bak og burt. Það eru eflaust margir sem munu krefjast þess að fá að sjá sjúkraskýrslu forsætisráðherra til að fá einhverja vissu í hlutina. Alveg eins og fólk vill fá sannindi um bankana og allt það. Traustið er einfaldlega horfið.

Og nú þegar er ég búinn að óska persónunni Geir og hans fjölskyldu þrisvar sinnum góðs bata og að allt gangi vel, vil ég benda á að mótmælin snérust aldrei gegn persónu Geirs, heldur störfum hans sem forsætisráðherra. 

Valgeir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:54

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef einhver á að biðjast afsökunar, þá er það ríkisstjórn, sem brugðist hefur fólkinu í landinu.

hilmar jónsson, 23.1.2009 kl. 20:55

6 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Sammála þér Stefán og ég trúi ekki öðru en þeir sem hafa viðhaft slík ummæli, biðjist afsökunar á þeim.  Geir fékk niðurstöðu um illkynja æxli í vélinda s.l. þriðjudag og hlýtur að vera í mesta sjokkinu sjálfur.  Dettur einhverjum heilvita manni í hug að hann hafi pantað eitt stykki krabbamein því tíminn hentaði vel!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  Maðurinn er forsætisráðherra landsins og að sjálfsögðu lætur hann vita að hann muni ekki vera til staðar í einhvern tíma. Hvað átti hann að gera, hverfa bara sporlaust án þess að tala við þjóðina áður????  Hann sagði frá veikindum sínum á einlægan og einfaldan hátt.  Sama í hvaða flokki fólk er þá hlýtur það að sjá að Geir á ekki annarra kosta völ en að draga sig í hlé um óákveðinn tíma og bar skylda til þess að láta þjóðina vita af því.   Þeir sem vilja mótmæla áfram, gera það bara og ekkert meira um það að segja.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 23.1.2009 kl. 20:57

7 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Þessi ummæli Harðar eru honum til mikillar minnkunar. Ef hann ætlar sér ekki að draga þau til baka og biðast afsökunar á þeim, þá er hann ekki "Rödd Fólksins".

Magnús Þór Friðriksson, 23.1.2009 kl. 20:58

8 identicon

 Nei þótt þetta hafi komið upp um lélega siðferðiskennd Harðar Torfasonar. Þá hefur það ekki tíðkast hjá Geir og fleirum að biðja mig eða þjóðinna afsökunar á einu eða neinu. Þarna á að gilda jafnræði.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 21:07

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Díddu nú við? Missti ég af einhverju? Hvernig væri að vitna í þessi ummæli, svo einhver merking sé í þessum orðum þínum? Það eina sem kemur fram í viðtengdri frétt er þetta:

"Fram kemur í tilkynningu að Raddir fólksins harmi alvarleg veikindi Geirs H. Haarde forsætisráðherra og óska honum velfarnaðar og góðs bata. Þá fagna samtökin einnig velheppnaðri aðgerð á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og bjóða hana velkomna heim. "

Ég er svosem ekkert að mæla Herði bót né verja hann, enda hef ég gagnrýnt ýmislegt af gjörðum hans og orðum og það við hann sjálfan. Þá læt ég allavega fylgja með þau ummæli, sem mér þykja gagnrýniverð.

Ég held að það sé ekki nokkur maður, sem ekki er miður sín vegna persónulegra harma Forsætisráðherra og Utanríkisráðherra, já og raunar eru fleiri í stjórnarliðinu, sem hafa átt við harma sem hafa farið hljóðar. Það hinsvegar kemur í litlu við því sem um er deilt hér í landi og ótrúleg smekkleysa að hræra slíku saman.

Marft er sagt í hita leiksins nú og vafalaust eitthvað sem menn iðrast eða vildu betur sagt hafa. Þannig er það. Það er því smekklaust spinn hjá þer að reyna að þyrla upp moldviðri yfir slíku, sem þú handplokkar úr umræðunni til að þjóna málstað þinum.

Smekkleysan er því víðar en þú heldur.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2009 kl. 21:13

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

Endurtók hann síðan ekki ummæli sín og þar með undirstrikaði þau eins og kom fram í Kastljósinu?

Fannar frá Rifi, 23.1.2009 kl. 21:17

11 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Ég virði það við samtökin Raddir fólksins að hafa óskað Geir góðs í veikindum hans og sent honum notalegar kveðjur. Hörður Torfa sem persóna á að senda út afsökunarbeiðni og klára þetta mál með sóma. Ég er að kalla eftir því.

Ástæðan fyrir því að ég er reiður og eiginlega mun frekar sjokkeraður yfir þessu er að Hörður sagði þetta ekki bara einu sinni. Hann verður að klára þetta mál með einfaldri afsökunarbeiðni. Ég hef ekki alltaf verið sammála Herði en virt hann mikils og finnst þetta því alveg skelfilegt mál.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.1.2009 kl. 21:20

12 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég óska Geiri ekkert meiri bata en hverjum öðrum í þessu samfélagi. Svo einfalt er það.

Ég ber engan kala til hans sem persónu ... en er andsnúin hans politísku stefnu..

Ég þekki þennan mann ekki neitt og sé miklu frekar ástæðu til þess að votta t.d fólki sem á virkilega við sárt að binda í þessu samfélagi.. eins og þeir sem fá ekki sjúkrahúsaðstoð við þeirra hæfi vegna niðurskurðar í samfélaginu.  

Brynjar Jóhannsson, 23.1.2009 kl. 21:29

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er ótrúlegt ef Hörður Torfason æltar ekki að biðja Geir afstökunar á ummælum sínum.
Þetta segir kanski meira um hans karakter en margt annað.

Óðinn Þórisson, 23.1.2009 kl. 21:39

14 Smámynd: Kristján Logason

Stefán gæta orða sinna og ekki kalla hörð fífl við það verður þú minni maður.

Hörður orðaði forundran sýna sem margir spurðu sig í dag á mjög klaufalegan hátt.

Í stað þess að tilkynna afsögn og fall ríkistjórnarinnar þá boðaði hann á vafasaman hátt til fréttamannafundar og nánast seldi þjóðinni meðaumkun.

Hvor um sig gerðu taktísk mistök þó mér þyki PR stönt geirs með þem flottari sem ég hef séð í pólitík.

Hvet þig til að lesa hugleiðngar mínar um þetta 

Kristján Logason, 23.1.2009 kl. 22:11

15 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hörður fór yfir strikið og á að sýna manndóm og biðjast afsökunar. Á ekki að vera þörf á að ræða þetta. Hann verður að sýna iðrun, enda gekk hann yfir strikið í ummælum um alvarleg veikindi forsætisráðherrans. Hann núllar sig alveg út ef hann biðst ekki afsökunar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.1.2009 kl. 22:24

16 Smámynd: DanTh

Á Hörður að biðja Geir afsökunar og Geir þjóðina afsökunar og svo hin hirðfíflin inni á Alþingi að biðja okkur öll afsökunar, koll af kolli? 

Ég hef ekki orðið var við að Geir né heilbrigðisráðherra hafi miklar áhyggjur af  líðan ykkar né heilbrygði annarra í samfélaginu.  Í hvaða móðursýkiskasti eru þið eiginlega.

Ég er ekki talsmaður Harðar Torfasonar en mér finnst eins og þið sem hafið hellt ykkur yfir Hörð hafið alveg misst ykkur.  Hvar er málskilningur ykkar?

Hörður er einfaldlega að benda mönnum á að vera ekki að draga veikindi Geirs inn í þá baráttu sem þjóðin á við að stríða gagnvart stjórnvöldum.  Mótmælunum verður ekki slegið á frest af því Geir sé veikur.

Mamma mín liggur fyrir dauðanum, Geir hefur vitaskuld engar áhyggjur af því, enda á hann ekki að vera að velta sér upp úr því frekar en þið upp úr veikindum Geirs.

Krabbamein er hræðilegur sjúkdómur, það er enginn að draga það í efa.  Og engin ástæða til þess að hugsa illa til manns sem er svo alvarlega veikur en Hvöss ummæli Harðar snúast um þann harða veruleika sem við búum við af hendi þessara manna, þar á meðal Geirs.

Vitið þið að Geir er talsmaður þess að þið eða foreldrar ykkar sem hafa keypt húsnæði og standið í greiðsluerfiðleikum verðið gerð upp og svo verði ykkur boðið að leigja það húsnæði með öllum þeim skuldum sem á ykkur svo hvíla?

Það er ekki að undra að ekkert lagast í fari stjórnmálamanna í garð þjóðarinnar þegar þjóðin sjálf sviflast svo á geðsviðinu að það er ekkert mark takandi á henni.  Vitið þið að stjórnmálamenn eru ánægðastir með það þegar geðslag ykkar er svona sveiflukennt?

Hættið þessu meðaumkunarbulli, það fer ykkur ekki vel.

DanTh, 23.1.2009 kl. 22:28

17 identicon

Frá mínum bæjardyrum hefur verið ráðist á Geir sem manneskju með þessum ummælum Harðar.  Og hefur ekkert með pólitík eða vinnu hans að gera.  Hörður hlýtur að biðja manninn afsökunar opinberlega.  Skil ekki ummæli sumra að ofan um að það þurfi ekki.  Hinum er ég sammála.

EE (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:44

18 identicon

Hann hefur alveg misst allt traust og álit sem ég hafði á honum.

Meira að segja þótt hann myndi gera það núna ! Það væri þá bara til að redda sér !

Svei þér Hörður Torfason !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:06

19 Smámynd: Júlíus Valsson

Það hefur margur undarlegur haugurinn komið í ljós í þessu þjóðfélagi að undanförnu. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Júlíus Valsson, 23.1.2009 kl. 23:16

20 identicon

Þú ert nú sjálfur að nota orð sem bera marks um lítilsvirðingu. Fífl, tilfinningalaus mannskepna, sem er í sama dúr og aðrir hægrisinnaðir moggabloggarar hafa látið útúr sér. Það skýtur nefnilega skökku við að nota slíkan tálsmáta til að gagnrýna dónaskap annara, finnst þér ekki? Og kannski, bara kannski, var þessi reykbomba ekki sjúkdómurinn sjálfur...kannski hafa orð hans verið tekin úr samhengi, því allir vita hvaða ávinning Sjálfstæðismenn hafa af því að rægja Hörð. Þá eru öll mótmælin dregin í svaðið, enda hann persónugervingur þeirra að mörgu leyti. Þó ekki eigi að persónugera vandann, eða hvað. Aumur pólitískur leikur hjá Sjálfstæðismönnum á moggablogginu, minnir pínu á áróðursmaskínu Fox News ef eitthvað.

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:24

21 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Hörður Torfa sýndi þarna eðli sem mér líkar illa við. Það er mikið af fólki sem er að nota sér "mómentið" fyrir athyglisþörf sína......það vill ekki hætta að mótmæla, fjölmiðlar á staðnum og stemmning. Ég held að Hörður sé einn af þeim.

Eggert Hjelm Herbertsson, 23.1.2009 kl. 23:25

22 Smámynd: DanTh

EE.

Manneskjan Geir er ábyrg fyrir því hvernig þetta þjóðfélag er statt.  Það er veruleiki þess samfélags sem við búum í.  

það hrjáir allt of marga einhverskonar veruleikaröskun sem veldur því að þeir fara í eitthvert meðaumkunarástand gagnvart þeim sem verður veikur. 

Veikindi Geirs áttu í byrjun ekki að dragast inn í þá umræðu sem nú er í gangi né snerta þau mótmæli sem framundan eru.  Það eru í raun þau skilaboð sem Hörður er að senda með afstöðu sinni.  Hann á því ekkert að þurfa að biðja Geir afsökunar.

Það er því miður augljóst að það átti að nota veikindi Geirs til þess að kæfa áframhaldandi mótmæli.  Viðbrögð Harðar voru væntanlega svona hörð vegna þess að hann skynjaði þessa tilkynningu sem slíka.

Takk annar fyrir ágætis skrif þið sem hafið tjáð ykkar skoðanir um þetta mál.  Við þurfum ekkert að vera sammála um þetta tiltekna mál enda er sýn fólks oft ólík á málefni líðandi stundar og hún kemur vissulega fram í þessu máli.  

DanTh, 23.1.2009 kl. 23:33

23 identicon

Ég óska þess að Geir nái fullum bata sem fyrst.  Þetta er hræðilegur sjúkdómur og einginn veit hvort sjúkdómurinn geti blossað upp aftur þó eitt mein sé fjarlægt nú. Við höfum fulla þörf á öllum kröftum hvers einasta einstaklings í þjóðfélaginu til að fjarlægja það mein sem hrjáir þjóðina hér og nú.  Á vordögum greyndist þjóðin með æxli, reynt var að fjarlægja það þegjandi og hljóðalaust af stjórnvöldum, ekki tókst það!  Nú hefur þjóðin greynst með fleiri æxli og sér ekki fyrir endan á þeim. Ég óska þjóðinni skjóts batar.  Ég vona svo sannarlega að bæði Geir og þjóðin lifi þessar hremmingar af.

Magnús Þór Magnússon (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:34

24 Smámynd: Páll Jóhannesson

Auðvitað ætti hann að biðja manninn afsökunar strax. Er hann ekki að fara fram á að menn axli ábyrgð og segi af sér ef þeir gera mistök? held að nú sé komið að því að hann sýni gott fordæmi og dragi sig í hlé í þessu sjálfskipaða foringja hlutverki sem hann er í varðandi þessi annars ágætu mótmæli.

Páll Jóhannesson, 23.1.2009 kl. 23:56

25 Smámynd: Steingrímur Helgason

Stebbi, leyfðu smá tíma að líða.  Orð eru sögð í hita dagzins, hörkudagur, mikið drama, það vitum við báðir.  Hörð þekkji ég bara sem einn mannvin góðann.  Hann er ekkert öðruvízi en þú eða ég í því.

Steingrímur Helgason, 24.1.2009 kl. 00:47

26 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hlustaði einhver á viðtalið spyr ég? Hann segir ekki að viðtalið við Geir sé reykbomba heldur segir hann að tilkynning um kosningar í vor sé reykbomba. Hér er fólk vísvitandi að snúa útúr og taka hluti úr samhengi og það líklega án þess að hafa kynnt sér málið. 

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2009 kl. 00:53

27 identicon

You will all forgive me but I have to write this in English because as good as my Icelandic is, my English is better. I'm sure some will give me flack for that but so be it :/ I don't want what I write to be misunderstood or lost in translation in any way.

Humans are humans. Regardless of their actions, political or otherwise, in the core we're all the same. Someone's loved one, someone's dear friend, someone's parent. The Icelandic people stand at a cross roads at this time and how we proceed will define us as a nation. I sincerely hope that we have not become so cynical and pessimistic as to assume that someone's decline in health is merely a smoke screen to deter us from the real issues.

I know we're angry and as rightfully we should be. People are scared, worried and trying to come to grips with just how we got to this point. But making personal attacks on a man who no one can assume woke up daily with the malicious intent of ruining a nation that he no doubt loves just as much as the rest is going to rectify the current situation.

I understand that the "people" don't want to soften their blows at this point because they are on a mission and to their mission they must be true. But remember that even the greatest of enemies in all great battles has always been awarded some type of respect. And even when your enemy does not show you respect, it is your actions that show your character and not the other way around.

Elísabet (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 01:07

28 identicon

Daníel.

Fullt af fólki hafði álit á Herði Torfasyni.  Sumir misstu það við ummæli hans um Geir H. Haarde.  Og sumir eru bara forviða og skilja ekki hvað hann meinti.  Það myndi gleðja mig mikið að vita að Hörður gerði mistök EÐA að hann gæti komið fram og útskýrt hvað hann meinti.  Fólki sem er ekki sama um Hörð hefur komið fram og viljað verja ummæli hans sem mistök, eðlilega.  Hins vegar getur hann einn svarað þessu.  Og þarf þannig að koma fram opinberlega og biðja Geir afsökunar.  Og ef hann ekki meinti það sem hann sagði getur hann sagt það.  Þangað til verður Hörður bara dæmdur.

EE (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 01:12

29 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Geir stjórnaði landinu ekki einn. En maðurinn fékk sinn úrskurð á þriðjudag og þurfti örugglega tíma til að segja sinni fjölskyldu frá þessu. Þetta er sjokk að fá svona úrskurð hver sem hann eða hvað sem hann er. Síðan er félögum sagt frá og svo þjóðinni er hann ekki skráður yfirmaður þessa lands, það skiptir ekki máli hvaða tíma hann segir frá þessu ég efa ekki að maðurinn sé í sjokki sem og hans fjölskylda, vinir og félagar. Ummæli Harðar eiga einfaldlega ekki við.

Guðrún Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 01:15

30 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Förum varlega í að yfirdramasera hlutina, kemur aldrei vel út. Ég óska eins og allir eflaust Geir og Ingibjörgu fulls bata sem skjótast rétt eins og öllum landsmönnum og sem eiga við misalvarleg veikindi að stríða. Örugglega aðeins vanhugsað Herði og óheppilegt en comm on, fyrr má nú rota en dauðrota.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2009 kl. 01:28

31 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hlustið á viðtalið. Dæmið svo.  Ekki bara lesa skrumskælingu Moggans

Hólmdís Hjartardóttir, 24.1.2009 kl. 03:10

32 identicon

Já...þetta er áhugavert...er ekki komið að því að forsætis- og utanríkisráðherra biðjist afsökunar fyrir að láta mín komandi börn, barnabörn og barnabarnabörn þurfa borga eitthvað útrásarkjaftæði gráðugra viðskiptaafglapa? Ég bara spyr...því ef krafan um afsökunarbeiðni er svona sterk til Harðar, á það að ganga jafnt um alla, og ég tel að ríkisstjórnin hafi skitið það stórt á sig að ummæli Harðar skipta bara engu máli í samanburði..

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 03:48

33 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Magnús Jón .... það þýðir ekki að bera saman epli og appelsínu. Það að ríkisstjórnin skuldi okkur (þjóðinni) afsökunarbeiðni, sem hún gerir, er  ekki hægt að bera saman við ummæli Harðar Torfasonar þar sem lítið ert gert úr mjög alvarlegum veikindum einnar persónu, sem í þessu tilfelli er forstætisráðherra landsins (hvort sem okkur líkar betur eða verr). Hver sá sem ekki getur fundið til með manneskju sem greinist með illkynja krabbamein, er bara ekki í lagi!

Katrín Linda Óskarsdóttir, 24.1.2009 kl. 07:53

34 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Ég hlustaði á viðtalið og mér finnst það nú ekki standa sérstaklega með Herði. Hann segir mjög skýrt að hann skilji ekki af hverju Geir sé að tilkynna um þessi veikindi núna og að þau heyri undir einkalíf ekki stjórnmálin. Finnst þetta nú fremur óviðeigandi orðalag þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Hann hefði átt að beina athyglinni meira að kosningunum í vor. Pólitískar reykbombur ??? Var hann þá að skýrskota til kosninga eða veikindanna ???

Guðrún Una Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 08:50

35 identicon

Sammála  Daníel í þessu.

Geir er maðurinn sem stýrði þjóðinni í þrot með glotti á vör.  Kom öllu hér í kaldakol með glotti á vör.  Glotti á allar viðvaranir góðra manna undarnfarin ár.  Verður dreginn fyrir landsdóm við fyrsta tækifæri.  Annað  er ekki hægt.  Höfuðspillingar sjallinn verður að fá sinn dóm.

Auðvitað óska allir landsmenn honum þess besta í baráttu sinni við veikindi sín.  Bara að hann lendi ekki á biðlista hjá Gulla eða millifærsluvandræðum hjá Dabba.

Áfram Ísland

Jónki (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:16

36 Smámynd: Kristján Logason

----
Wrong answer 101


Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.

Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.

Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.

Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.

Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.

------------


Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.

Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað

Þetta þarf að stöðva



Við erum þjóðin

Landið er okkar

Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:27

37 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það getur verið erfitt að friða fólk sem móðgast fyrir hönd annarra.

Sigurður Ingi Jónsson, 24.1.2009 kl. 12:31

38 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ja... Mörg orð falla í hita umræðna, orð sem betur væri ósögð.  Krabbamein er hræðilegur sjúkdómur og bitnar ekki bara á þeim sem með hann greinast, heldur allri fjölskyldunni. Auðvita var það skilda Geirs að segja okkur frá þessum veikindum sínum og sjálfsagt verið honum erfitt. Hvernig sögur hefðu spunnist ef hann hefði bara horfið af sviðinu þegjandi og hljóðalaust ?

Þetta með fyrirgefninguna er nú svo, að það hefur reynst mörgum manninum erfitt að biðja um hana.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.1.2009 kl. 13:21

39 identicon

Magnús, enginn að ofan varði það að þjófar nánast stálu landinu undan okkur og hafa enn þann dag í dag komist upp með það.  Og það er ríkisstjórninni að kenna og hinna veiku landlaga.  Eg hef oft kastað út ríkisstjórninni fyrir að hlusta ekki nóg á fólkið.  Og fyrir að  gera þau mistök lofa þjöfum að ræna fólkið í friði.  Og jú ríkisstjórnin (ekki Geir einn) ætti að biðja þjóðina afsökunar, og Hörð.  Og sækja þjófana til saka.  Enginn sagði að ofan að Hörður geti ekki verið reiður.  En það passaði ekki að efast opinberlega um veikindi manns, Geirs eða neins annars manns, ef það var það sem Hörður meinti.   

EE (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:50

40 identicon

Jónki, 

Hvaða glott?  Hef aldrei séð manninn glotta.

EE (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:14

41 Smámynd: Haraldur G Magnússon

Sýnir þetta okkur ekki bara betur að ráðamenn hafa misskilið rödd fólksins?

Þegar talað er um að axla ábyrgð.

Með því að ægsla ábyrgð.

Haraldur G Magnússon, 24.1.2009 kl. 14:39

42 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Gott er að kunna mun á hismi og kjarna.

Gísli Ásgeirsson, 24.1.2009 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband