Ósvífni hjá Herði Torfa - ómerkileg vörn

Ég er alveg undrandi á því að Hörður Torfason hafi ekki beðið afsökunar á mjög óviðeigandi ummælum sínum um Geir Haarde í gær. Þau voru mjög ósvífin og eiginlega finnst mér vörnin hans mjög veikburða. Hann greinilega er á miklum flótta frá málinu og getur ekki sýnt af sér neinar mannlegar tilfinningar og bakkað með ummælin eða viðurkennt hversu röng þau voru.

Hörður núllaði sig út með þeim sem talsmaður mótmæla og einhverrar fjöldahreyfingar. Einmitt þess vegna taldi ég að hann myndi beygja af leið og viðurkenna alvarleg mistök sín. Mjög dapurlegt að hann hafi ekki skynsemi að leiðarljósi og klári málið með sóma. Eftir þetta er hann því miður algjörlega ómarktækur í hlutverki sínu.


mbl.is Greinilega snúið út úr ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir hefur ekki ennþá beðið mig afsökunar, fyrir að láta mín verðandi börn og barnabörn þurfa að kljást við einhverja skuld sem gráðugir bankamenn skildu eftir. Algjörlega ómarktæk ríkisstjórn, og hefur setið sem fastast í 3 mánuði eftir að allt gerðist. Það er engin hefð fyrir því að biðjast afsökunar hér á landi, af hverju á þá Hörður að gera það? Hann hefur að vísu gert það núna, en játaðu það, ef hann hefði sagt þetta um Ingibjörgu Sólrúnu, eða enn frekar Steingrím J. hefðiru þá verið jafn hneykslaður. Ég efa það...

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:01

2 identicon

Samúð er tilfinning.
Er hægt að hneykslast á að einhver sýni ekki samúð?
Er hægt að hneykslast á að einhver elski ekki nógu mikið?
Er hægt að hneykslast á að einhver sýni ekki nægilegt traust?

Er hægt að skylda manneskju til að sýna þeim samúð sem hefur eyðilagt líf hennar og ættingja hennar?

Samúðin ristir ekki djúpt gagnvart þeim sem eiga bágt í þessu þjóðfélagi.

Fólk deyr á götum úti í Reykjavík. Hvar er samúðin þá?

Það er skoplegt að sjá þegar gáfumannafélagið er að keppast um að setja Íslandsmet í samúð og ávíta aðra fyrir skort á samúð.

Þetta er blanda af móðursýki og hræsni.

Þessi færsla Jónasar Kristjánssonar er gott innlegg í þessa umræðu.

 Sjá:

http://www.jonas.is/

24.01.2009
Hörður kúgaður til hlýðni
Hörður Torfason baðst afsökunar að ástæðulausu. Hann var þvingaður til þess, því að við búum í samfélagi hræsni og yfirdrepsskapar. Niðurlægjandi er að lúta höfði til virðingar því krumpaða samfélagi. Hörður hafði kvartað yfir, að Geir Haarde tengdi veikindi sín við pólitík. Það var rétt kvörtunarefni. Hræsnarar og yfirdrepsfólk neituðu að mæta á útifundinn í dag vegna orða Harðar. Nú geta þeir mætt aftur, því að hann hefur látið kúgast. Ég sé ekki, að honum sé neitt gagn í stuðningi hræsnara og yfirdrepsfólks. Það fólk er hluti vandans, ekki partur af nýju Íslandi. Látum það koma upp um sig.

Jón (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:33

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég lýsi mig sammála Jóni og Jónasi.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.1.2009 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband