Björgvin segir af sér - yfirstjórn FME fer frá

Björgvin G. Sigurðsson
Það er mjög jákvætt skref að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hafi sagt af sér embætti og yfirstjórn og stjórnendur Fjármálaeftirlitsins hafi vikið. Ég hef talað fyrir því í nokkra mánuði að fjármála- og viðskiptaráðherra verði að fara frá og það verði að endurmynda ríkisstjórnina til verka. Mér sýnist það vera í augsýn að algjör uppstokkun verði hjá lykilstofnunum og slíkt er upphafið á ferlinu.

Mikilvægt er að stjórnmálamenn axli ábyrgð á erfiðri stöðu þjóðarinnar. Slíkt er forsenda fyrir nýju upphafi og því að þjóðin öðlist aftur trú á uppbyggingunni. Þeir stjórnmálamenn geta í kjölfarið leitast eftir að endurnýja umboð sitt eða hætta alveg. Þegar er ljóst að Björgvin ætlar að sækjast eftir endurnýju umboði á öðrum forsendum. Slíkt er hans valkostur og fróðlegt að sjá hvernig það gengur.

mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þetta er allt leikur í að tryggja Björgvini endurkjör. ef ekki heðfi verið búið ákveðið kosningadag hefði hann setið jafn fast og hann hefur gert hingað til.

Fannar frá Rifi, 25.1.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Nú er að sjá hvað "tímabundni forsætisráðherrann" gerir, mun hún láta stjórn seðlabankans víkja?

Sverrir Einarsson, 25.1.2009 kl. 11:22

3 identicon

Fyrsta orðið sem mér datt í hug þegar ég sá þessa frétt var tækifærissinni... Hann segir upp stjórn FME og segir svo upp í kjölfarið og tilkynnir að hann muni taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar! Hahaha eigið þið annan betri?

GHA (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband