Björgvin bjargar ferlinum - átök við Dag um forystu?

Augljóst er að Björgvin G. Sigurðsson reynir með afsögn sinni sem viðskiptaráðherra að bjarga stjórnmálaferli sínum og eygja von á því að komast í flokksforystu Samfylkingarinnar fyrir næstu þingkosningar. Ég yrði ekki hissa þó afsögnin yrði metin sem skref til að ná flokksformennsku eða varaformennskunni. Hann ætli að koma fram sem siðariddari, sækjast eftir endurkjöri og reyna að endurbyggja feril sinn, halda fast við fyrri metnað að ná metorðum innan Samfylkingarinnar einkum á þeim forsendum. Þetta er úthugsað plott.

Mér finnst merkilegt hvað Ingibjörg Sólrún kemur af fjöllum varðandi afsögn Björgvins G. Finnst það ósannfærandi. Finnst líklegt að þetta sé eitt plott Samfylkingarinnar við að endurbyggja sig. Björgvin hefur kannski tekið atburðarásina í sínar hendur til að ná frumkvæði og væntanlega hefur honum tekist það að stóru leyti. Efinn er þó um hvort hann eigi afturkvæmt í flokksforystu og nái að eiga nýtt upphaf.

Landsfundur Samfylkingarinnar í mars verður eflaust mjög öflugt þing. Sótt verður að varaformanninum og enn óljóst hvort Ingibjörg Sólrún situr áfram. Björgvin er eini þingmaðurinn sem er líklegur til forystuverka og væntanlega vill Björgvin reyna að halda í þá von að taka slaginn við Dag B. Eggertsson, valinn krónprins Ingibjargar, um flokksforystuna eða ella varaformennskuna.

mbl.is Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Sennilega svona 100 dögum of seint fyrir Björgvin. Verður erfitt framhald fyrir hann

Kristján Logason, 25.1.2009 kl. 13:22

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg segist ætla að leiða flokkin í næstu kosningum. Staða Ágústs Ólafs er veik. Það kæmi mér ekki á óvart ef Dagur yrði næsti varaformaður sf.

Varðandi stjórnarsamstarfið þá liggur það alveg fyrir að ef Geir gerir ekki breytingar á Seðlabankanum og ÁM segi af sér þá er það búið.

Óðinn Þórisson, 25.1.2009 kl. 13:33

3 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

ATH Stebbi. Ingibjörg er búin að vera mikið fjarverandi.

Björgvin er ekki að fara í formannskjör - ISG er ekki að fara neitt.

Eggert Hjelm Herbertsson, 25.1.2009 kl. 13:40

4 identicon

Mér finnst afsögn Björgvins sýna að hann hefur ekki þolað pressuna og ákveður að flýja það sem hann telur vera sökkvandi skip. Hvað finnst kjósendum hans um það ? Hann er ekki líklegur leiðtogi eftir þetta, veikgeðja sveitadrengurinn. Mitt mat en ég er ekki Samfylkingarmaður.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband