Spuni Samfylkingar - átök um forsæti ríkisstjórnar

Greinilegt er að lætin innan ríkisstjórnarinnar virðist helst vera spuni Samfylkingarinnar um að fá forsæti í ríkisstjórninni mun frekar en hvað gerist í Seðlabankanum. Að mínu mati kemur ekki til greina að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði forsætisráðherra í stjórn flokkanna næstu hundrað dagana og samið verði um skipti á forsætisráðherrastólnum.

Frekar aumt er það orðið þegar Samfylkingin reynir að fá stólinn með tilvísan í að Halldór Ásgrímsson hafi verið forsætisráðherra í stjórn með Sjálfstæðisflokknum fyrir nokkrum árum. Um slíkt var samið í upphafi kjörtímabils en ekki á hundrað dögum fyrir kosningar. Slíkur samanburður er hlægilegur og ekki Samfylkingunni til sóma.

Atburðarás gærdagsins var ein leikflétta til að breyta skipan mála í Stjórnarráðinu, Samfylkingu í hag. Slíkt gengur ekki upp og Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að taka þátt í því. Frekar á Sjálfstæðisflokkurinn að slíta ríkisstjórn en sætta sig við það. Slíkt ber því vitni að Samfylkingin vilji ekki halda áfram af heilindum.

Ingibjörg Sólrún er nýlega komin úr heilaskurðaðgerð og er greinilega mjög máttfarin og veikburða, eins og vel sást í fréttum í gær. Algjör fjarstæða er að hún taki við forsætinu þegar Geir H. Haarde fer til læknismeðferðar erlendis. Langheiðarlegast er þá að manna forsætisráðherrastólinn öðrum einstakling en þeim báðum.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk stólinn í þessari ríkisstjórn og mun ekki láta hann af hendi meðan stjórnin situr, nema þá að í raun sé mynduð ný ríkisstjórn. Ég er sammála Birni Bjarnasyni um að verk næstu hundrað dagana eiga að snúast um aðgerðir í efnahagsmálum en ekkert annað, enda er þetta í raun bara starfsstjórn.

mbl.is Vilja taka að sér verkstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband