Hvað fær Framsókn fyrir oddastöðu sína?

Enn og aftur er Framsóknarflokkurinn kominn í oddastöðu í íslenskum stjórnmálum. Þá stöðu sótti hann sér með loforði um að verja vinstriflokkanna frá falli í minnihlutastjórn. Þeir tóku boðinu. Nú hefur Framsókn öll spil á hendi og getur varið vinstristjórn falli en líka minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins, þó það muni auðvitað ekki gerast við þessar aðstæður en það er samt sem áður möguleiki í stöðunni.

Nú reynir á hvað Framsóknarflokkurinn fái fyrir sinn snúð. Kosningar í vor er auðvitað draumavalkostur fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Hann vill ná að stimpla sig inn og endurreisa Framsókn og kannanir gefa til kynna að honum hafi tekist að rífa flokkinn upp úr lægðinni. Þeir settu dagsetninguna 25. apríl fram sem kjördag í boði sínu. Þeir munu sækja það fast.

VG og Framsókn ættu að geta sameinast um 25. apríl sem kjördag og Sjálfstæðisflokkurinn getur örugglega gert það líka, þá mánuði eftir landsfund. Spurningin er um Samfylkinguna. Þar er allt í einu talað um 30. maí, miklu síðar en Sjálfstæðisflokkurinn lagði til. En augljóst er að kosið verður mjög fljótlega og sennilega fyrir 9. maí, þó ekki sé það útilokað. Sú er krafa þeirra sem vinna með Samfylkingu nú.

En Framsókn er ekki þekkt fyrir hógværð þó þeir hafi gengið í gegnum vonda og dimma daga. Þeir fá þingforsetann, fyrir annaðhvort Valgerði eða Siv, en munu örugglega sækja sér meiri völd en bara hjásetu og að vera ódýr. Þeir munu sækja sér sín völd með einum eða öðrum hætti og hafa raunhæf völd með oddastöðu sinni.

Enn og aftur eru þeir miðpunktur íslenskra stjórnmála. Hverjum hefði órað fyrir því að það gerðist svo fljótlega eftir að Halldór rann út úr íslenskri pólitík og Jóni Sigurðssyni mistókst að komast á þing og endurreisa flokkinn.

mbl.is Sigmundur Davíð kemur á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Stjórnlagaþing fær hann fyrir oddastöðuna - mikilvægasta réttlætismál þjóðarinnar. Sko nýju Framsókn, Sigmundur að standa sig vel.

Líklega engin hætta á að hann muni fara í sæng með spillingarflokknum sem í daglegu tali kallast Sjálfstæðisflokkur (eins kaldhæðið og það heiti er á flokk sem hefur e.t.v. glatað sjálfstæði þjóðarinnar) - eftir næstu kosningar.

Ísland á smá von! 

Þór Jóhannesson, 27.1.2009 kl. 18:38

2 identicon

Að lesa svona raus segir meira um þinn þankagang en það sem raunverulega er að gerast, það er þvert á móti ekki ljóst að Framsókn fái þinforsetann. En burtséð frá því hvot hann falli framsókn í skaut eða ekki þá er formaður Framsóknar ekki að sækjast eftir völdum, heldur frekar að reyna að stuðla að því að til verði starfhæf ríkisstjón í landinu (sem ætti að vera skylda hvers og eins sem eitthvað er að fitla við stjórnmál þessa dagana), eitthvað sem hefur ekki verið til staðar síðastliðnar vikur, hverjum svosem er þar um að kenna. Sennilega er bara stórkostlegu samráðsleysi á alla kanta fyrst og fremst um að kenna. Það getur vel verið að það sé ósanngjarnt að segja að fráfarandi ríkisstjórn hafi ekki gert neitt, en hún er þá amk. sek um að hafa ekki komið því á framfæri sem hún var að gera, þær aðgerðir eru ekki á nokkurn hátt einkamál ríkisstjórnarinnar, þjóðin á heimtingu á að fá að vita hvað ríkisstjórnin á hverjum tíma er að gera.

jónas (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:46

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu Stefán Friðrik/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.1.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband