Kompás með skúbb í Kastljósi - skuggaverk viðskipta

Mér fannst mjög merkilegt að sjá skúbb Kompás-fréttamannsins Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld. Þetta voru vægast sagt skuggalegar upplýsingar og væntanlega toppurinn á glæfraverkum í bönkunum. Sé það rétt að á þriðja hundrað milljarða hafi verið lánaðar til góðvina Kaupþingsmannanna, fyrrum viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs, viðskiptaveldis í molum er það skelfilegt í alla staði. Er þetta kannski ástæðan fyrir því að lokað var á Kompás og þeir látnir fara sem ekki pössuðu inn í glansmynd Stöðvar 2 í kreppunni?

Merkilegt er að lesa boðskap Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns Kaupþings. Þetta er maðurinn sem var á bakvið öll skuggaverkin í Kaupþingi ásamt fleirum mönnum, skuggaverk viðskipta sem þarf að gera upp og klára með viðeigandi hætti.

Eðlilega er spurt hve lengi vont geti versnað; subban og svínaríi viðskiptalífsins geti haldið áfram að sjokkera og ergja fólkið í landinu. Botnlaus spilling virðist vera eftirmæli þeirra sem fóru um heiminn með forsetanum og þóttust vera alvitrir.


mbl.is Atlaga felldi íslenska kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er í einu orði sagt skelfilegt, hvernig gátu mennirnir gert þetta? Svo þetta með Kompás, ég er búinn að segja upp stöð 2.

Valsól (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:44

2 identicon

Hver á stöð 2?Furðulegur brottrekstur og ekki laust við að ýmsar grunsemdir um þöggun séu komnar í gang.Furðuleg tímasetning.Fróðlegt væri að sjá allt efnið sem þeir Kompásfélagar eru með um bankamálin.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:45

3 identicon

Það var gert áhlaup á Ísland en það voru því miður siðlausir Íslendingar sem hjálpuðu til. Fróðlegt að sjá hversu margir viðskiptafélagar Jóns Ásgeirs eru gyðingar.. Íslandi  var komið um koll til þess að kaupa það upp á spottprís, komast yfir auðlindir og neyða okkur inní Esb. Samspillingin má ekki ná sínu fram.

Rikilius (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 00:08

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

...er Rikilíus nú að kalla Samfylkinguna arkítekt þessa kerfis sem knésetti landið? Flest ætla sjálfstæðismenn að reyna til að breiða yfir hugmyndafræðilegt gjaldþrot sitt.

Og Stefán - Hví tíundar þú að eftirmæli ÞEIRRA sem voru í fylgd með FORSETANUM sé botnlaus spilling?

Horfstu í augu við það að ríkisstjórnir sjálfstæðisflokksins og framsóknar sköpuðu fjármálaglæpamönnum á Íslandi þær aðstæður sem þeir þurftu til að sölsa undir sig eignir Íslendinga. Þeim var gefinn kvótinn og bankarnir, eftirlit afnumið og leyfi gefið til að mynda peninga úr engu, ekkert eftirlit haft með fjármagnsflutningum og flæði þeirra í skattaskjól, tennurnar dregnar úr eftirlitsstofnunum og þar fram eftir götunum.

Rúnar Þór Þórarinsson, 28.1.2009 kl. 02:15

5 identicon

Þetta virðast vera vægast sagt furðulegir viðskiptahættir. Greinilegt að fjármálakerfi alls heimsins þarf að hafa stýft aðhald og eftirlit í kjölfar þessarar heimskreppu. Alger fyrring og siðspilling virðist hafa verið að verki og ótrúlegt hversu langt og lengi þetta viðgengst áður en allt sprakk. Það hlýtur að taka mörg ár fyrir fjármálageirann að skapa sér traust aftur eftir að við fengum að sjá inn í hugarheim kerfisins og mannanna sem eru í þungamiðju þess. Förum núna að versla með raunveruleg verðmæti en ekki uppskrúfuð og upplogin. Fólk var gapandi yfir hvað fjármálamenn virtust hafa það gott en nú skýrist þetta að fullu. Þetta voru ekki þeirra peningar!

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband