Á að velja pólitíska utanþingsráðherra?

Mér líst mjög vel á það að tveir ráðherrar utan þings taki sæti í ríkisstjórn en finnst það mjög óheppilegt að þeir hafi einhver pólitísk tengsl eða séu fyrrum stjórnmálamenn. Nóg er af stjórnmálamönnum á þingi og alveg óþarfi að velja utanþingsráðherra við þessar aðstæður sem eru nýlega búnir að taka ákvörðun um að hætta afskiptum af stjórnmálum og hafa ekki séð ástæðu til að sinna verkum á þeim vettvangi.

Valið á Bryndísi Hlöðversdóttur sem dómsmálaráðherra mun því verða mjög umdeilt, tel ég, ef af verður. Hún var þingmaður í áratug og hluta þess tíma þingflokksformaður Samfylkingarinnar og uppfyllir því varla skilyrðin sem teljast eðlileg við þessar aðstæður, hvað svo sem segja má annað um hana.

Annað gildir um Gylfa Magnússon sem viðskiptaráðherra, en ég tel mjög mikilvægt að sama hvaða stjórn hefði setið fram að kosningum hefði verið valinn einstaklingur utan stjórnmála til verka þar og sama hefði í raun átt að gilda um fjármálaráðuneytið.

Þeir sem töluðu t.d. um það að dýralæknir gæti ekki verið fjármálaráðherra hljóta að vera sérstaklega ósáttir við að jarðfræðingur verði fjármálaráðherra, ef þeir eru sjálfum sér samkvæmir.

mbl.is Tveir ráðherrar utan þings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Umdeilt á meðal Sjálfstæðismanna eða almennt ? Það er nefnilega ekki þannig (þrátt fyrir að Sjálfstæðismenn haldi það) að þeirra skoðun gildi yfir alla þjóðina. Þannig að þó svo að skipun Bryndísar falli misjafnlega í kramið hjá Sjálfstæðismönnum, þá þarf það ekki að vera eins hjá þjóðinni allri

Smári Jökull Jónsson, 30.1.2009 kl. 00:14

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Við skulum ekki láta eins og við sjáum ekki flokks-gleraugun sem menn setja upp áður en þeir tjá sig, Stefán! Jarðfræðingurinn er miklu minna vanhæfur til að verða fjármálaráðherra en dýralæknirinn, það sér hver maður .

En við megum ekki láta menntahrokann blinda okkur fyrir mannkostum þeirra sem veljast til forystu.

Fullorðið fólk, með margvíslega reynslu úr atvinnulífi og stjórnmálum, er vel til þess fallið að verða ráðherrar, enda snýst þeirra starf oft um að velja á milli kosta sem sérfræðingar undir þeirra stjórn hafa útlistað fyrir þeim eftir (langar) yfirlegur. Þá skiptir kannski höfuðmáli að vera skynsöm og heilsteypt manneskja.

Flosi Kristjánsson, 30.1.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband