Framsóknarmenn stöðva stjórnarmyndunina

Greinilegt er að Framsóknarflokkurinn hefur hafnað stjórnarsáttmála vinstriflokkanna og sett myndun nýrrar ríkisstjórnar út af sporinu og tafið ferlið. Nú hefur fundum til að staðfesta samstarfið og velja nýja ráðherra verið frestað og óvissa uppi um næstu skref. Framsókn telur greinilega ekki gengið of langt í aðgerðum til lausnar þjóðarvandanum og sett sína menn í það verk að laga sáttmála vinstriflokkana.

Nú hefur Framsókn tekist líka að koma í veg fyrir ferð Ingibjargar Sólrúnar til Bessastaða og að Jóhanna Sigurðardóttir fái formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum í dag. Þessi fæðing virðist því ganga mjög erfiðlega. Framsókn ætlar greinilega að nota oddastöðu sína í botn. Er ekki hissa á því, það hefur verið augljóst síðustu tvo daga að Framsókn ætlaði ekki að samþykkja hvað sem er frá vinstriflokkunum.


mbl.is Ný ríkisstjórn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Sem innmúraður sjálfstæðismaður þá veist þú Stefán að framsóknarmenn hafa aldrei gert eitthvað fyrir ekki neitt.

Það voru ekki skýr og afmörkuð skilyrði sem þeir settu fram þegar þeir lofuðu að verja ríkisstjórn S og VG, en nú þegar nær dregur frágangi á þessari ríkisstjórn þá hefur farið að glitta í gömlu framsókn.

Nú dúkka upp kröfur um eitt og annað, að vísu dulbúnar sem gagnrýni á almennt orðalag málefnasamnings S+VG. Sjálfur yrði ég ekki hissa þótt nú færi fram þras um hluti eins og framsóknarstól í Seðlabankanum, auk annarra bitlinga sem ekki mega sjá dagsins ljós fyrr en eftir kosningar.

Hver ætli sé að kippa í spottana á bakvið tjöldin?

Sigurður Ingi Jónsson, 30.1.2009 kl. 15:56

2 identicon

Skemmtilegur spuni en kolrangur. Ástæða þótti að boða flokksstjórnir allra flokkana á sama tíma, ekkert stopp þar.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 16:47

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Gísli. Framsókn er búin að setja ferlið af sporinu. Það tekur engin stjórn við á morgun.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.1.2009 kl. 17:02

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er alveg ljóst Stefán hver stjórnar þessari stjórnarmyndun

Óðinn Þórisson, 30.1.2009 kl. 17:29

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

"Illt er að eiga þræl að einkavin og munum vér þessa jafnan iðrast er þú hefir aftur horfið og er það óviturlegt bragð að senda hinn lygnasta mann þess erindis er svo mun mega að kveða að líf manna liggi við.“

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.1.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband