Ákvörðunin eina - rýr boðskapur hjá Jóhönnu

Fyrir utan fréttirnar af endurskoðun á yfirstjórn Seðlabankans kom fátt nýtt fram í því sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í Kastljósi kvöldsins. Greinilega virðist hið eina sem er naglfast og minnihlutastjórnarflokkarnir koma fram með sú endurskoðun og hitt er í einhverri móðu orðagjálfurs og hugleiðinga. Mér finnst það eiginlega áhyggjuefni hversu mikið er í óvissu og hefur einfaldlega ekki verið planað nógu vel.

Veigamiklum spurningum er ósvarað, nema þá því að stjórnin ætlar að taka sér tvo mánuði hið minnsta til að velta fyrir sér hvernig eigi að bjarga heimilum landsins. Ég held að það sé ekkert úrslitaatriði varðandi mörg lykilmál hverjir sitji í Seðlabankanum, þó margir vinstrimenn hafi aðeins áhyggjur af því. Stefnumótun nýrrar ríkisstjórnar virðist vera mörkuð fögrum fyrirheitum en þau hafi ekki verið mótuð mjög ítarlega.

Væntanlega mun verða mjög dýrt og erfitt að skipta út yfirstjórn Seðlabankans. Vinnubrögðin í dag gefa til kynna að þeir muni allir fara í mál, enda með langa ráðningarsamninga og kjör þeirra mjög trygg í gegnum þá. Slík barátta reynir á ríkið að mörgu leyti og hljóta lög um réttindi opinberra starfsmanna sérstaklega að skipta máli í því sambandi.

Utan við Seðlabankaákvörðunina er margt mjög óljóst. Mér finnst lítil reisn yfir því að Jóhanna ætli að kenna Sjálfstæðisflokknum einum um allt sem aflaga hafi farið í síðasta stjórnarsamstarfi. Samfylkingin ber fulla ábyrgð á verklaginu þar með Sjálfstæðisflokknum og hefði getað gengið út fyrir löngu ef hún hefði verið ósáttari en reyndin varð.

Orð Jóhönnu í þeim efnum eru henni því til lítils sóma. Hitt er svo annað mál að fátt ef nokkuð er ljóst um veganesti nýrrar stjórnar nema að það er rýrt og umboð hennar er mjög veikt, svo veikt að stjórnarandstaðan hefur fleiri þingmenn en minnihlutastjórnarflokkarnir. Stjórnin stendur því og fellur með því sem Framsókn vill. Þeirra er valdið.

mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefanía

Ég hjó eftir því að það komu engin svör við neinu, en hún tönnlaðist á ...."það verður skoðað"...og  " það er forgangsverkefni "!

Stefanía, 2.2.2009 kl. 22:34

2 identicon

Fólk sem er í sambandi, sambúð eða er gift tekur ekki einhliða ákvörðun. Það ræðir málin, og svo taka báðir aðilar sameiginlega ákvörðun.

Elvar (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 22:56

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er von að þú sért í öngum þínum.  Heimsmyndin hruni og verið að reka Guð!

Auðun Gíslason, 3.2.2009 kl. 00:44

4 Smámynd: Stefanía

Þar sem ég þarf, sem ekkja að standa ein undir greiðslum af "lifibrauðinu" finn ég fyrir tvöföldu álagi.

Stefanía, 3.2.2009 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband