Breskar aðvaranir og sjálfskaparvítið mikla

Mér finnst það mjög merkileg staðreynd að breska fjármálaeftirlitið hafi verið varað um yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander. Bretar hljóta að geta sjálfum sér um kennt hvernig komið var fyrir stofnunum þar og alvarleg staða íslensku bankanna þar úti ætti varla að hafa verið stórtíðindi fyrir þeim. Leitin að blórabögglum virðist enda í eftirlitsstofnunum þeirra, enda hafa þær verið steinsofandi hafi þær sniðgengið slík skilaboð í heil þrjú ár.

Reyndar held ég að Bretar hafi skotið sig illa í fótinn með aðförinni að Íslendingum í haust. Get ekki séð að Bretar séu í góðri stöðu núna og séu í raun hægt og sígandi á sömu ógæfuleið og við fórum. Varla að maður nenni að vorkenna þeim, sjálfskaparvítið er slíkt.

mbl.is Var aðvarað vegna Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta er mjög merkilegt mál.  Við þurfum að passa okkur á þórðargleðinni.  FME var og er undirmannað, en það er líklega mest við bankanna að sakast í þeim efnum.  FSA er af allt öðrum caliber, miklir fagmenn upp til hópa.  En hugsanlega hafa þeir gert mistök eins og aðrir.

Guðmundur Pétursson, 3.2.2009 kl. 01:48

2 identicon

Sæll,

  Hvaða aðför að Íslendingum? Þú talar um þessar viðvaranir stjórnarmanna Singer, og síðan talar þú um aðför gagnvart Íslendingum. Þetta var engin aðför, af hverju skutu þeir sig í fótinn þá??? Gerðu þeir það ekki frekar þegar þeir leyfðu íslensku bönkunum að athafna sig eins og þeir gerðu á Bretlandseyjum.

  Síðan varðandi Bretana og þeirra fjármálakerfi þá eru þeir ekki í nánda nærri eins slæmri stöðu og Íslendingar, þó að þú vonir það ;-), og þrátt fyrir að þeirra bankastofnanir hafi lent hrikalega illa í undirmálslánunum(íslensku bankarnir voru sem betur fer ekkert í þeim málum, en samt fór sem fór!!), þá eru þeir í töluvert betri málum en Íslendingar. Ástæðan er fyrst og fremst að þeir hafa almenninglegt eftirlitskerfi, og þeir taka á málunum, en láta ekki efnahagslífið sigla í strand.

Jóhannes (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:22

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eða þá að þetta voru engin mistök hjá þeim. Hverjir græddu mest á því að veiða okkur í gildru með þeim hætti sem gert var? Hugtakið sem kemur æ oftar upp í hugann þegar fjallað er um þetta mál er: hönnuð atburðarás!

Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband