Beðið eftir Davíð - hatrömm átök um Seðlabanka

Augljóst er að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, ætlar ekki að fara úr Seðlabankanum í flýti og hugleiðir vel næstu skref í þeirri erfiðu stöðu sem upp er komin þar sem minnihlutastjórnin hefur það eina skýra markmið að breyta yfirstjórn Seðlabankans án faglegra aðgerða, t.d. áminninga. Ég tel þessi starfslok eins og þau hafa verið undirbúin varla teljast fagleg, án þess að áminningar eða ábendingar um mistök í starfi hafi beinlínis verið lögð fram. Slíkt væri eðlilegt upphaf á því ferli sem komið er af stað.

Þetta er pólitísk ákvörðun og flokkast ekki undir neitt annað en pólitískar hreinsanir. Alla tíð hefur verið talað nær einvörðungu um að hreinsa út vegna eins manns, varla hefur verið minnst á þá tvo seðlabankastjóra sem sitja ennfremur og hafa unnið í Seðlabankanum í áratugi og eru hagfræðingar. Merkilegt er líka að eina skýra stefnumið ríkisstjórnarinnar snýst um þá uppstokkun.

Allt annað er í móðu blaðurs og orðagjálfurs og á að skoða og kanna, eins og sjá mátti af forsætisráðherranum sem hafði enga skýra stefnu fram að færa og ætlaði allt að skoða og kanna, þó hún hefði verið í ríkisstjórn í tæp tvö ár og hefði stýrt einum mikilvægasta pakkanum í kerfinu.

mbl.is Jóhanna og Davíð ræddu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Allt er pólitík ef út í það er farið. Á þann hátt má segja að þetta sé pólitísk hreinsun, undir jákvæðum formerkjum.

hilmar jónsson, 3.2.2009 kl. 14:44

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hér gildir, að nú eru völdin á hendi Jóhönnu og meðreiðarsveinum hennar.

Bendi á, að Framsókn vll EKKI að eigur eins eða neins verði frystar eða neitt í þá veru.

Framsókn ræður og allar ræðurnar fluttar af innblæstri verða að þagna á meðan.  SF og VG hlýða sem þægir rakkar/tíkur.

Set hér inn að auki hugleiðingar mínar um réttmæti innheimtu banka okkar nú um stundir.

Ég tel ólögmætt, að krefja skuldara greiðslu verðbóta til banka og sjóða, sem tóku þátt í, að gera atlögur að ískr.Það getur ekki verið satt og rétt, að greiða fyrir vinnu þjófa við að ræna menn aurum þeirra.Það var iðja þeirra SEM ÁTTU BEINA HAGSMUNI AF ÞVÍ  að króna okkar veiktist og verðbólga fór á fullt.  Þetta var gert með beinum hætti 2004 á haustdögum og svo með reglubundnum hætti síðan.Best sést þetta á gröfum, sem birt eru á vef SÍ og birtir með grafískum hætti, gengisvísitöluna og svo til samanburðar VERÐBÓTAÞÁTT vaxta á sama tímabili.  Þar sést svo ekki verður um villst, að þarna er BEINT orsakasamband og því er með nokkurri vissu hægt að segja, að þeir sem eru að rukkar Verbætur eru þeir sömu og komu hækkun verðbótanna á, því er með öllu ósanngjarnt, að viðskiptamenn bankana sem svona höguðu sér, þurfi að blæða fyrir þjófnaði viðskiptabanka sinna.Ég get ekki nefnt svona viðskipti öðru nafni en stuld, því ekki er um heilindi að ræða né, að þeir sem viðskiptin áttu hafi jafna réttarstöðu eða aðstöðu til að hafa áhrif á upphæðir sem til verða vegna um,,saminna" verðbóta.Að ofanrituðu skoðuðu, tel ég alsendis óvíst, að dómstólar gætu með réttu gert skuldara að greiða verðbætur sem svona eru til komnar, vísað til jafnræðislaga og fl.Með viðringu.Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 3.2.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband