Baugur reynir að bjarga sér frá hruninu mikla

Ansi fyndið er að sjá hundakúnstir Baugsmanna við að bjarga fyrirtækinu þegar öll sund eru orðin lokuð fyrir vinnubrögðin á þeim bænum. Enn einu sinni á að reyna að kenna Davíð Oddssyni um hversu illa komið er fyrir viðskiptaveldinu og gengið sé eftir því að þeir standi við skuldbindingar og orð sín. Einu sinni gátu Baugsmenn leikið þennan leik með því að bendla nafn Davíðs við allt sem aflaga fór hjá þeim og óhæfuverkin þeirra. En þessi leikur hefur gengið of lengi og fáir sem trúa orðið nokkru einasta orði sem frá þessum mönnum kemur.

Eru þeir örugglega enn með einhverja skynsama pr-ráðgjafa hjá sér þeir Baugsmenn þegar þeir reyna að fiffa sig út úr þessu svona ómerkilega?


mbl.is Baugur í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég vil bara lýsa aðdáun minni á Baugsfjölskyldunni hvað hún hefur staðist allar þær árásir sem á henni hafa dunið undanfarin ár. Ef málarekstur í Olíusamráðsmálinu væri rekinn með sama krafti, þá væri búið að dæma í því. Las í gær að óvíst væri hvort málflutningur mundi fara fram á þessu ári.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.2.2009 kl. 15:54

2 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Kæra Hólmfríður hvaðan ert þú ?? Finnst þér þeir ekki búnir að gera nóg. Helduru virkilega að þeir eigi ekki nóg fyrir sig búnir að braska með peningana mína og annara. É gheld að þeir kunni ekki að skammast sín

Guðrún Jónsdóttir, 4.2.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband