Innihaldsleysi Jóhönnu falið með frasablaðri

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, faldi innihaldsleysi ríkisstjórnar sinnar með orðagjálfri og frasablaðri í stefnuræðu sinni í kvöld. Lítið virðist vera um marktækar lausnir á vanda þjóðarinnar á miklum örlagatímum en það hinsvegar poppað upp með einhverjum draumórum um breytingar sem henta betur hjá ríkisstjórn með fullt og óskorað umboð að loknum næstu alþingiskosningum. Eins og áður hafði komið vel fram í innihaldslausu Kastljósviðtali þar sem allt átti að skoða og kanna eftir að forysta Samfylkingarinnar hefur haft öll tækifæri til að láta til sín taka. Vegferðin virðist óttalega tilviljanakennd og marklaus - minnir helst á óvissuferð út í bláinn.

Með fullri virðingu fyrir alþýðukempunni Jóhönnu, sem vann stærstu sigra sína og átti mestu ósigrana og kollsteypurnar í rimmum við samherja sína, er hún eins og leikstjóri í leikriti sem enn er verið að skrifa og æfður einn kafli í einu, án þess að nokkur viti hvaða persónur eigi að vera í aðalhlutverki eða aukahlutverki. Hún virðist fela þá óvissu með tali um einhver hliðaráhrif leikritsins, t.d. hvernig sviðið eigi að vera og hvaða litir eiga að vera í bakgrunni. Fókusinn er ekki á miðju sviðsins þar sem allt á að gera.

Auk þess er handritshöfundurinn ekki traustari en svo að alls óvíst er að hann skrifi leikritið til enda og það endi jafnvel fyrir hlé. Þetta er í besta falli skondið en hinsvegar sorglegt, því spilað er með örlög heillar þjóðar og afleitt að samheldnin í verkunum sé ekki meiri og sundrungin vofir yfir leikritinu og alls óvíst að áhorfendurnir tóri fram í hlé við að horfa. Alls óvíst er hvernig leikrit þetta sé, þó flest bendi til að þetta endi í kuldalegum farsa eða tragikómedíu.

mbl.is Opnað fyrir persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Fráhvarfseinkenni Stefán ?

hilmar jónsson, 4.2.2009 kl. 21:36

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Hvaða stjórnmálamenn af þessum eldri kynslóðum tala ekki í frösum, mér er spurn. ,,Guð blessi Ísland" er þetta ekki frasi af eldgamalli sort?

Gísli Sigurðsson, 4.2.2009 kl. 22:35

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góða samlíking þetta Stefán Friðrik/mikið sammála þessu/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.2.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Davíð Löve.

Og Geir Haarde talaði alltaf skýrt og skorinort mál, ekki satt??? Farið að hunskast til að opna augun fyrir því að þjóðinni er að blæða út vegna ykkar veruleikafyrrta rugls. Eða eru þið búnir að hvítþvo ykkur af syndinni???

Davíð Löve., 4.2.2009 kl. 23:19

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Vil benda ykkur á að ég gagnrýndi mjög Geir H. Haarde þegar hann flutti stefnuræðu í október fyrir innihaldsleysi og tómlega framtíðarsýn. Bara svo þið vitið það og getið rifjað það upp er sú bloggfærsla hér.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.2.2009 kl. 00:18

6 identicon

Ekki hef ég verið stuðningsmaður Samfylkingarinnar en mér fannst ræða Jóhönnu bera vott um skilning hennar á alvarleika stöðunnar. Hún lofaði engu nema því að heimilin verða í forgangi. Það er mikil breyting frá því sem áður var. Það er það sem mun skila henni atkvæðum. Fyrir það fær hún mitt.

Baldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 00:47

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Við verðum að fyrirgefa Stebba. Hann kann ekki þá tilfinningu að Sjallar séu í stjórnarandstöðu.... það hefur ekki verið svo síðan hann fékk kosningarétt og var í grunnskóla.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.2.2009 kl. 07:45

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hvað meinarðu Jón Ingi? Ég gagnrýndi harðlega stefnuræðu Geirs Haarde í október. Ég get alveg gagnrýnt minn flokk og mína forystumenn þegar ég tel þess þurfa. Ég hef aldrei stutt minn flokk í blindni og hef talað hreint út þegar þess er þörf.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.2.2009 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband