Steingrímur J. bugtar sig og beygir fyrir IMF

Mér fannst ansi skemmtilegt að sjá Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra og eitt sinn einn helsta andstæðing Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, bugta sig og beygja fyrir valdi sjóðsins á Alþingi í gærkvöldi. Ekki var annað hægt en hlæja þegar Steingrímur sagði flóttalegur á svip að það væri nú bara hægt að tala við þessa menn eftir allt saman, þessa vondu menn sem hann vildi ekkert með hafa fyrir aðeins örfáum vikum og vildi segja hreinlega stríð á hendur og slíta öllu samstarfi við þá á þessum örlagatímum þjóðarinnar.

Ja sei sei, ekki var vindhaninn lengi að snúast marga hringi í kringum sjálfan sig og skipta um áttir á einni nóttu, svo geyst að hann vissi ekki lengur hvað sneri í vinstri og hvað í hægri. Ekki þurfti annað en hjónasængina hjá Samfylkingunni til að hann myndi skipta um skoðun á einni nóttu og fara að lofsyngja IMF og gleyma hinum margtuggða boðskap um ægivald hins illa sem vinstri grænir nefndu IMF og hlutverk þess við breyttar aðstæður þjóðarinnar.

Nei nú skal spila með og gleyma öllu því sem eitt sinn var sagt. Mikið er nú alltaf gaman að sjá vindhanana snúast marga hringi í logninu.

mbl.is Steingrímur ræddi við IMF í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sá hlær best sem síðast hlær. Er ekki í hópi Vinstri grænna, svo það sé á hreinu, en það má hann Steingrímur eiga (þó mér leiðist hann) að hann er skynsamur maður. Er þetta ekki bara enn eitt sem sannar leyndarhjúpinn yfir öllu. Getur það verið að sannleikurinn hafi ekki allur verið uppi á borðinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.2.2009 kl. 08:56

2 Smámynd: Oddur Ólafsson

Steingrímur á svo sannarlega mikið verk fyrir höndum að taka til eftir þína menn.

En það leikur ekki vafi á því að það rennur í honum blóðið.

Oddur Ólafsson, 5.2.2009 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband