Kusk á hvítflibba Lúðvíks - dómsmálaraunir SF

Þá er ljóst, það sem margir vissu reyndar, að kuski á hvítflibba Lúðvíks Bergvinssonar kom í veg fyrir að hann yrði dómsmálaráðherra af hálfu Samfylkingarinnar í 80 daga stjórninni, sem sumir kalla 125 ára stjórnina. Gárungarnir segja reyndar að enginn heiðarlegur eða hæfur hafi fundist innan Samfylkingarinnar til að taka við embættinu af Birni Bjarnasyni. Hvort sá brandari er sannur eður ei er eflaust hægt að tala um lengi.

Þegar stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks féll var talað um það sem öruggt mál að Lúðvík yrði dómsmálaráðherra en sá orðrómur gufaði upp ansi fljótt. Síðar var talað um Árna Pál Árnason og svo kom röðin að Bryndísi Hlöðversdóttur áður en nafn Bjargar Thorarensen kom upp. Bryndís kom ekki til greina sem utanþingsráðherra vegna tengsla við Samfylkinguna og Björg hafði sennilega ekki áhuga á sætinu.

Að lokum var ráðuneytisstjóri og skrifstofustjóri í dómsmálaráðherratíð Björns Bjarnasonar valinn til starfans. Ekki var undarlegt að flestir litu á þessar dómsmálaraunir nýrrar ríkisstjórnar sem vandræðalegar, ekki hefði neinn fundist innan Samfylkingarinnar sem myndi valda verkefninu. Í staðinn varð Kristján L. Möller yngsti ráðherra Samfylkingarinnar, aðeins 56 ára að aldri.

Fróðlegt verður að sjá hvort þessar uppljóstranir um Lúðvík verða honum fjötur um fót í baráttunni í Suðurkjördæmi, en ljóst er að hann tekur væntanlega slaginn við Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, um fyrsta sætið. Björgvin sagði jú af sér til að halda tandurhreinn í þá baráttu, eins og flestir vita.

mbl.is Fjármál Lúðvíks komu í veg fyrir ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við vitum þá að Lúðvík er ekki hæfur sem ráðherra vegna skulda tilkomna vegna gróðabrasks og er það hið besta mál að það sé uppvíst og kjósendum sé það ljóst.

En er hann sá eini af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar sem er þessum sporum ?

Hvernig er með aðra hverum flokki þeir tilheyra , er ekki í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu sjálfsögð krafa að þingmenn allir sem ætla fram í næstu kosningum upplýsi um sín fjármál ?

Jón Ölver Magnússon (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 22:10

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Stefán ég veit ekki - er alls ekki viss um að Lúðvík ætli í baráttuna fyrir kosningar. Hef ekkert heyrt um það....en sem komið er.  Kannski að hann færi sig um set og bjóði sig fram á höfuðborgarsvæðinu???

Gísli Foster Hjartarson, 7.2.2009 kl. 22:23

3 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Eiga fyrrum ráðherrar og ráðuneytisstjórar xD einungis í stöndugum félögum?

Bjarni G. P. Hjarðar, 7.2.2009 kl. 22:36

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Lúðvík vantar aðallega "sjarma"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.2.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband