Deilan á milli Óla Klemm og mótmælenda

Eina sem virðist standa eftir að loknum fámennum mótmælum við Seðlabankann í dag er hvort hagfræðingurinn Óli Klemm hafi keyrt á mótmælanda eða mótmælandinn hafi skemmt bíl hagfræðingsins. Sé ekki annað fréttnæmt við atburði morgunsins. Hvor hefur rétt fyrir sér spyrja flestir. Er ekki líklegast að málið fari fyrir dóm. Mér skilst að Óli Klemm ætli að kæra og þá er það annarra að dæma um það.

Mér finnst reyndar þetta orðið að hreinum skrípaleik. Óli Klemm getur varið sig sjálfur. Mótmælendur fóru hinsvegar of langt þegar þeir sendu uppsagnarbréf á vinnustað hans í nafni hans og voru að erindrekast í hans málum. Hvort sem menn eru sammála viðkomandi manni eður ei voru það óviðeigandi aðgerðir.

Mér finnst reyndar öll atburðarás dagsins minna á skrípaleik. Örlög þjóðarinnar ráðast ekki í Seðlabankanum og þar er ekki upphaf og endir vandræða okkar.

mbl.is Ólafur segir mótmælenda hafa skemmt bifreið sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: smg

Hvað leggur þú til með Davíð Oddson?

smg, 9.2.2009 kl. 13:08

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

við verðum að hafa smá stuð

Sigurður Þórðarson, 9.2.2009 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband