Forsetahjónin rífast - skilnaður á Bessastöðum?

Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, rífast eins og hundur og köttur í viðtali við tímaritið Condé Nast Portfolio um efnahagsmál og stjórnmál. Miðað við samskiptin mætti ætla að skilnaður sé í uppsiglingu á Bessastöðum. Eitthvað virðist hjónabandssælan þar vera farin að súrna og togstreita á milli hjónanna í kreppunni.

Sligelsið í samskiptum þeirra hlýtur að vera eitt mesta pr-klúður hins fjölmiðlavæna forseta útrásarvíkinganna og lítur út eins og skipbrot hjónabandsins. Ræður Ólafur Ragnar ekkert við hjónabandið lengur? Fyndnast af öllu er reyndar þegar Dorrit segist líða eins og eiginkonu araba í vistinni hjá Ólafi Ragnari á Bessastöðum.

Fjörið virðist búið í paradís Bessastaðahjónanna, nú þegar tími kampavínsboðanna og þotulífsins er liðinn.

mbl.is Dorrit segist lengi hafa varað við fjármálahruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Ég get bara ekki með neinu móti komið auga á að þau séu að rífast eins og hundur og köttur í þessari grein - bara skiptast á skoðunum líkt og góð hjón gera í öllum góðum og traustum hjónaböndum. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til hjónaskilnaðar að Bessastöðum.

Ég er ánægður með þau bæði - og mér finnst þau standa sig vel.

Tiger, 9.2.2009 kl. 15:02

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kröftugt rifrildi milli hjóna getur bara verið bætandi og hressandi. Leiðir ekki endilega til sambúðarslita. En að Dorrit líði eins og arabískri eiginkonu í Burku, veitir hins vega ekki á gott.

Finnur Bárðarson, 9.2.2009 kl. 15:04

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Ósammála= skilnaður Einfalt lífið hjá þér Stefán.

hilmar jónsson, 9.2.2009 kl. 15:06

4 identicon

Getum ekki fallið fyrir kjaftasögu.  Hljómar slúðurlega.  Hljómar eins og frétt úr DV eða öðru kjaftablaði. 

EE elle

EE (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 15:14

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

og þessu fólki skortir ekki neitt af lífsgæðunum

Jón Snæbjörnsson, 9.2.2009 kl. 15:19

6 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Hún er fljót að leggja niður skottið og flýja.

Ekki fínt að flagga þessum forseta lengur. Takk, búið, bless. (í fjarska heyrist hringl í demöndum og gulli fjarlægjast þegar D tekur til fótanna að finna fínni boð með Frú Brown)

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 9.2.2009 kl. 15:29

7 identicon

Iss Stebbi minn, hefurðu aldrei verið í sambandi?

Það er bara eðlilegt að tveir sjálfstæðir einstaklingar hafi ekki alltaf sömu skoðun á öllum hlutum. Ef fólk væri nú að skilja út af svona smá karpi eins og sást í þessu viðtali væru skilnaðartölur nálægt 100% í landinu.

Hættu nú þessu bulli, þetta eru alger vindhögg á Ólaf frá þér.

Ibba Sig. (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 16:18

8 identicon

Ég vil byrja á að segja að þú ert frábær penni.

Þó svo að ég sé ekki mikill sjálfstæðismaður og hef ekki mikið álit á Davið Oddssyni finnst mér ótrúlegt hvað hann virðist hafa mikið persónulegt vald miðað við hvernig ástandið er. Áður en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn rufu samstarfi var ljóst að Ingibjörg vildi taka til í ýmsum stofnunum og beindi spjótunum þá helst á Seðlabankann.

Davíð Oddsson hafði greinilega verið að toga í einhverja spotta því að Geir H. Haarde varði Davíð fram í rauðann dauðann. 

Nú er Jóhanna orðinn forsetisráðherra eftir fund hjá Ólafi Ragnarssyni sem fór að sjálfsögðu mjög leynilega fram. Fyrsta verkefnið hennar var að losa sig við stjórn seðlabankans. Hann neytar að segja af sér og setur út á bréf Jóhönnu. 

Þá er Ólafur Ragnar ekki ánægður. Þetta er allt atburðarrás út af einum manni.

Steinar Arason Ólafsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 17:11

9 Smámynd: TARA

Frúin er alla vega farin að vera meira erlendis en innanlands....vonandi lagast þetta allt hjá þeim.

TARA, 9.2.2009 kl. 21:31

10 identicon

Ég skellti upp úr við þessari fyrirsögn, vinur minn. Ertu að reyna stýra atburðarrásinni?

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 05:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband