IMF tekur völdin - seðlabankafrumvarp í frost

Mér sýnist stjórnarflokkarnir búnir að missa stjórnina á nýju frumvarpi um Seðlabanka Íslands. Ekki aðeins hefur Framsóknarflokkurinn tekið af þeim völdin með því að senda það í viðskiptanefnd heldur er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn farinn að minna á nærveru sína. Fulltrúi þeirra mun vera á leiðinni til Íslands og leiti sér að húsnæði til að dvelja í. Gárungarnir segja að þetta sé landsstjórinn nýji, með tilvísan til margfrægs titils á fulltrúa Danakonungs á Íslandi fyrr á öldum. Sá maður mun eflaust sækja sér áhrif í ákvarðanatöku á við Sigmund Davíð, leikstjóra vinstrifarsans.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, var reyndar niðurlægð á þingi í dag þegar hún vissi ekki af tilvist bréfs, væntanlega tölvupósts, frá IMF í umræðum um Seðlabankann við Birgi Ármannsson, alþingismann Sjálfstæðisflokksins. Jóhanna var ekki minna vandræðaleg þegar hún beygði sig undir vilja Framsóknarflokksins og hætti við að senda frumvarpið í efnahags- og skattanefnd. Í viðskiptanefnd hafa stjórnarflokkarnir jú aðeins þrjá nefndarmenn, jafnmarga og Sjálfstæðisflokkurinn, en höfðu meirihluta í hinni. Málið er því í nefndastjórn Framsóknar.

Hvað ætli IMF segi annars um brottvikningu Bolla Þórs Bollasonar úr ráðuneytisstjórastöðunni í Stjórnarráðinu? Hagfræðingurinn Bolli, sem var helsti tengiliður stjórnvalda við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, var látinn fara af pólitískum ástæðum, settur í einhver sérverkefni sem sennilega þýðir frekar verkefnaleysi hans fram á vorið, og lögfræðingur settur í staðinn yfir efnahagsráðuneytið. Mjög klókt, eða hitt þó heldur. Mistökin í Stjórnarráðinu eru talin í kippum þessa dagana.

En hvað með það. Þetta var ekki góður dagur fyrir stjórnarflokkana. Auk þessa eru þeir í vandræðum með hvalveiðimálið. Sjávarútvegsráðherrann talar gegn hvalveiðum og virðist digurbarkalegur án innistæðu, enda enginn þingmeirihluti með skoðunum hans. Ef hann hugleiðir það ekki hlýtur einhver að leggja fram vantraust á hann og verklag hans. Tónninn var þannig að augljóst er að tryggur þingmeirihluti er með hvalveiðum.


mbl.is Tæknilegar ábendingar í trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Er ekki hver mínúta í töf þarfra mála það sem Flokkurinn heldur sig þurfa til að ná e-m sauðum til baka í hús, Stefán?  Ornaðu þér við "Þórðargleðina" svonefndu. Ekki er getur þér og öðrum  líkum hlýnað af stolti yfir afrekum ykkar manna.

Hlédís, 10.2.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband