Aðför Jóhönnu að Ingimundi og Eiríki

Aðför Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að seðlabankastjórunum Eiríki Guðnasyni og Ingimundi Friðrikssyni sem hluta af augljósri pólitískri hefndarför að Davíð Oddsssyni er nauðaómerkileg. Litið er algjörlega framhjá því að Eiríkur og Ingimundur eru vel menntaðir hagfræðingar, grandvarir og heiðarlegir menn, og hafa starfað í Seðlabankanum áratugum saman; Eiríkur frá árinu 1969 og Ingimundur frá árinu 1972. Aldrei hefur komið fram af hverju þeir eiga að víkja og rökstuðningurinn er vægast sagt þunnur þrettándi og ekki tækur í raun.

Jóhanna sagði sjálf í vikunni að þeir hefðu staðið sig vel í embætti og ekki væri verið að finna að störfum þeirra. Hverju er þá verið að finna að? Hvers vegna eru hagfræðingar í fremstu röð sem hafa lengi unnið í bankanum hraktir út án þess að fyrir því séu einhver rök og haldbær málatilbúnaður. Vinnubrögð og verklag Jóhönnu er til skammar, enda er lágmark að fyrir ákvörðunum séu ástæður sem eru haldbærar en ekki blaður út i bláinn.

Því miður eru þetta hreinsanir og þær fara fram vegna haturs og hefnigirni í garð eins manns. Ekkert annað býr að baki.

mbl.is Vill að Eiríkur hætti strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán,

Ég er ekki sammála þér í þessu.  Að mínu mati er algjör nauðsyn að skipta út stjórn Seðlabankans vegna vantrausts á stofnunina bæði innanlands og utan.  Sama var að segja um fyrrverandi ríkisstjórn.  Að því er ég best sé er langt frá því að Seðlabankinn hafi staðið sig sem skyldi, bæði hvað varðar gjaldeyrisvaraforða, stjórn efnahagsmála og síðast en ekki síst almannatengsl bæði fyrir og eftir bankahurnið.  Mér finnst að stjórnendur hefur átt að bjóðast til þess að segja af sér og það þurfi ekki að reka þá.  Breytingar á Seðlabankanum eru að mínu mati löngu þarfar og ég sé ekkert að því að stjórninni sé skipað að víkja til að hægt sé að taka til og byrja frá grunni með nýja stefnu og nýja stjórn.

Kveðja

Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 17:06

2 identicon

Er ekki nægur rökstuðningur að seðlabankinn hefur brugðist land og þjóð á allan mögulegan máta og hafa engar spár eða tölur staðist hjá þeim undanfarin ár. Og er hann orðinn að athlægji útum allan heim og hvergi í heiminum myndi starfsandi seðlabankastjóri vera enn við störf eftir önnur eins afglöp í starfi.

Kjartan (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 17:08

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Stefán:

Þegar efnahagur Íslendinga hefur beðið gjörsamlega skipbrot á þá ekki að leysa strandkapteinana þegar frá störfum sínum?

Davíð hefur ekki viljað viðurkenna nein mistök af sinni hálfu, allt virðist vera einhverjum öðrum að kenna.

Í morgunsárið kom hann á mjög miklum hraða inn í bílageymslur Seðlabankans og máttu sumir mótmælendur fótum sínum fjör að launa. Þvílíkur glanni! Þetta var ekki góð vísbending um að hann sé í andlegu jafnvægi. Nokkru síðar var Sturla Jónsson bílsstjóri handtekinn einn mótmælenda fyrir meint brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur um háreisti. Allir viðstaddir mótmælendur reyndu að framleiða sem mestan hávaða. Sturla hefur stundað lúðraþeytingar með miklum tilþrifum vikum saman við Alþingsihúsið án þess að hann væri kærður. Hann hefur vonandi fengið bókað í lögregluskýrslu mótmæli sín viðhandtöku fyrir „glæp“ sem allir viðstaddir voru að framkvæma. Þetta olli okkur hinum eðlilega heilabrotum enda hefur hávaðaframleiðsla okkar hinna verið tekin af mestu vinsemd og virðingu af vörðum laganna.

Meira að segja hvöttum við akandi vegfarendur að þeyta hornin bílanna sem leið áttu fram hjá Seðlabankanum um Kalkofnsveg og Sæbraut. Urðu margir við því okkur til mikillar ánægju.

Við þurfum nauðsynlega að skipta um bankastjórn Seðlabanka til þess að efla traust okkar og alheimsins enda hafa okkur borist fjölda ábendinga frá erlendum fjármálasérfræðingum sem við ættum betur aðtaka mark á en fyrrum forsætisráðherra sem situr í bankastjórastól í óþökk þorra þjóðarinnar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.2.2009 kl. 20:48

4 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ég er ósáttur við hvernig öll þessi umræða er persónugerð og þar er enginn betri en annar. Ef við viljum sjá í gegnum þessa holtaþoku flokkadrátta og útúrsnúninga þurfum við að hlusta á og skilja það sem erlendir sérfræðingar og ráðamenn eru að reyna að segja okkur. ( Ég segi erlenda vegna þess að án utanaðkomandi hjálpar munum við ekki rísa upp á lappirnar aftur ). Við vinnum okkur ekki traust þeirra aðila sem vilja þó hjálpa okkur nema við breytum stjórnkerfi, lögum og stjórnendum. Þeim er nokkuð sama hvað hver heitir sem stýrir SÍ eða fjármálaeftirlitinu, stýrir fundum alþingis eða mætir í rauðum skóm í vinnunna. Það sem þeir vilja sjá eru raunverulegar sannanir fyrir því að við ætlum okkur að taka á málunum af ábyrgð og síðast en ekki síst þykist ég vita að þeim þætti ekki verra að sjá okkur draga lærdóm af undangengnum atburðum og tala í samræmi við það.

Hjalti Tómasson, 11.2.2009 kl. 21:51

5 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Stefán, það er í raun óþarfi að lesa pistlana þína. Þeir eru allir undir sömu sök seldir.

Vondir menn = vinstri menn.

Aðgerðir vinstri (vondrar) ríkisstjórnar í efnahagsmálum eru pólitískar hreinsanir grundaðar á hatri til eins manns.

Þessi sýn þín er birt jafnvel þótt aðgerðirnar séu að forskrift hins erlenda sérfræðings Mats Josefsson, sem var ráðinn og rómaður af Geir Haarde, áður en hann hrökklaðist frá völdum, til að leiða nefnd um endurreisn fjármálakerfisins.

Ein fleyg ummæli svona í lokin:

Fréttamaður spyr fráfarandi forsætisráðherra í kjölfar stjórnarslita: En Geir, telur þú þig ekki bera neina ábyrgð á ástandinu?

Geir svarar: Ég ber enga ábyrgð á því að Samfylkingin er sundurtættur flokkur.

Þeim sem sjá hroka og sjálfbirgingshátt í þessu svari er viðbjargandi.

Hinir eru flokkssnatar, tilbúnir til að vera nytsamir sakleysingjar.

Sigurður Ingi Jónsson, 11.2.2009 kl. 22:26

6 identicon

Hmm.. Sigurður.. Ert þú að dæma þá sem sjá ekki það sama og þú sem "flokkssnata?". Gerir það að hafa aðra skoðun en þeir sem hafa mestan hávaða fyrir utan Alþingi okkur að Sjálfstæðisfólki?

Tveir menn sem hafa unnið mjög mikið og gott starf í fjölda áratuga eru hraktir á brott til að losna við einn mann, Davíð Oddsson.

Það er hægt að segja: "Seðlabankinn ber ábyrgð á bankahruninu hérna," en ekki án þess að segja um leið að Seðlabankinn beri ábyrgð á hruni banka í Bandaríkjunu, Brelandi og Danmörku svo nokkur lönd séu nefnd.

Ísland finnur mest og hraðast fyrir efnahagshruni HEIMSINS en jafnframt má ætla að við verðum nokkuð snögg að snúa þessu við. Það er bara þannig að minni hagkerfi eru veikari fyrir öllum breytingum, hvort sem þær eru góðar eða slæmar.

Það vantar traust á öllum fjármálamörkuðum. Ekki bara hinum íslenska. Það að reka menn, borga þeim starfslokasamninga og ráða svo nýgræðinga veldur einungis tapi og seinkun á framför íslensks hagkerfis.

Mér sýnist ég ekki verri maður þó ég vinni mína vinnu í stað þess að hanga niðri í bæ og valda skemmdum á Alþingi og nálægum hlutum auk kostnaðar við löggæslu upp á margar milljónir.

Ég veit ekki betur en að í lýðræðisríki eins og við búum í sé ríkisstjórn kosin á fjögurra ára fresti til að þjóna í fjögur ár. Ég sé ekki hvað er lýðræðislegt við að hrekar lýðræðislega kjörn stjórn frá völdum með ofbeldi og hávaða. Trufla hennar störf svo hún geti ekki starfað.

Einnig finnst mér Geir hafa staðið sig mjög vel í erfiðum kringumstæðum og orð hans, að mínu mati, mjög rétt.

Samfylkingin, samansuða héðan og þaðan, var svo sundurleit að hún gat ekki starfað í ríkisstjórn.

Það má deila um hvort núverandi flokkakerfi sé réttlátt en á sama tíma er það í gildi svo það er staðreynd að hún brast innanfrá með þeim afleiðingum að fyrrverandi stjórn endaði eins og hún gerði.

Þetta eru auðvitað mínar skoðanir og fólki er velkomið að hafa aðrar skoðanir - alveg eins og mér er heimilt að hafa þessa skoðun.

Pálmar Jónsson

palmarj@hotmail.com

Pálmar Jónsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband