Magnús og Valur vilja ekki vera í vinstrifarsanum

Ég er ekki hissa á því að Magnús Gunnarsson og Valur Valsson afþakki að leiða ríkisbankana við þær aðstæður sem uppi eru. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, lýsti í raun yfir algjöru vantrausti á þá í þingumræðum á mánudag og miklu betra fyrir þá að labba út frekar en bíða eftir því að þeim verði skipt út. Magnús og Valur eru traustir og vandaðir menn sem voru sóttir til verka eftir starfslok sín því þeir nutu trausts og þóttu geta leitt verkefnið vandað og afgerandi. Enginn hefur getað bent á annað.

Eftirsjá er því af þeim. Mun meiri sómi væri að íhuga stöðuna í Landsbankanum þar sem Ásmundur Stefánsson skipaði sjálfan sig sem bankastjóra Landsbankans með samþykkt Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, sem reyndar er líka sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra enda greinilega svo lítið að gera í fjármálaráðuneytinu. Steingrímur J. reyndi að halda þeim Magnúsi og Val í sínu hlutverki en þeir ganga auðvitað út eftir ummæli Jóhönnu.

Þessi vinstristjórn hefur setið við völd í rúmlega tíu daga. Hún hefur ekkert gert nema hrekja menn úr störfum og standa fyrir pólitískum hreinsunum. Ekki örlar á neinni framtíðarsýn eða afgerandi verkum. Allt á að skoða og kanna, eins og forsætisráðherrann sagði í langhundi um ekki neitt í Kastljósi í síðustu viku.

mbl.is Standa við afsagnir sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> Mun meiri sómi væri að íhuga stöðuna í Landsbankanum þar sem Ásmundur Stefánsson skipaði sjálfan sig sem bankastjóra Landsbankans með samþykkt Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra,

Af hverju þarf að íhuga stöðuna þar fyrst komið er í ljós að þessi _tímabundna ráðning_ var gerð í samráði við fjármálaráðherra sem er sá ráðherra sem hefur með þessi mál að gera? Hvað þarf eiginlega að íhuga Stefán? Þarf þá Steingrímur að íhuga stöðu sína næst?

Skilur þú sjálfur eitthvað í því sem þú ert að skrifa?

Matthías Ásgeirsson, 11.2.2009 kl. 18:30

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Þær eru ansi fyrirsjáanlegar þessar fréttaskýringar þínar.

Ég tel miklu líklegra að þessir sómamenn hafi sagt sig frá málinu vegna þess að þeir eru búnir að sjá hversu gjörsamlega sviðin jörðin er eftir tæpra tveggja áratuga stjórn þíns átrúnaðarflokks.

Ég skil vel að fólk sem hefur ekkert að sanna og skortir ekkert skuli forða sér á hlaupum þegar búið er að skoða ofan í ormagryfjuna.

Sigurður Ingi Jónsson, 11.2.2009 kl. 18:56

3 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Sammála þér varðandi Ásmund. Hann ætti að fjúka í hvelli

Hvað hina varðar og viðskipti þeirra við jóhönnu segi ég bara: Sá vægir, sem vitið hefur meira. Því hefði mér fundist að þeir félagar Valur og Magnús, hefðu átt að taka áskorun Steingríms, en ekki fara í fýlu út af orðum jóhönnu. Með þessum aðgerðum sínum eru þeir að brennimerkja sig sem já-sveina flokksins. 

Oddur Helgi Halldórsson, 11.2.2009 kl. 19:30

4 Smámynd: TARA

Það er mikil eftirsjá að Magnúsi og Val....þeir hafa staðið sig með sóma í störfum sínum og ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum með Jóhönnu, sem ég hef alltaf haft mikið álit á og fundist hún mjög vel hæfur stjórnmálamaður. 

Annars eru greinarnar þínar einstaklega góðar og skemmtilegar að lesa og ekki spillir að þú talar hreint og gott mál, en sleppir óþarfa orðskrúði eins og svo margir nota.

TARA, 11.2.2009 kl. 20:46

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Vilja ekki ? Geta ekki. Væri það ekki réttara

hilmar jónsson, 11.2.2009 kl. 20:49

6 identicon

Sæll Stefán

Ég hef alltaf reglulega kíkt á bloggið þitt og oftast haft gaman að.  En síðan flokkurinn þinn fór úr ríkisstjórn finnst mér þér hafa fippaðst flugið all verulega.  Þú mátt alveg hafa aðrar skoðanir en ég, en ég hefði átt von á því að þú værir aðeins málefnalegri í umfjöllun þinni.  Þú ert voðalega blindur af þessum stjórnmálagleraugum þínum og fyrir vikið mjög erfitt að taka mark á því sem þú skrifar lengur.  Svona einhliða umfjöllun gerir flokknum þínum varla mikið gagn (þó vilji svo sem ekkert sjá hann í næstu ríkisstjórn anyway).  Bara skil ekki hvernig þokkalega skynsamur maður eins og þú heldur að svona einhliða umfjöllun geti virkað vel.  Kíktu á hvað hún Ragnheiður, varaþingmaður Frjálslynda flokksins sagði í dag.  Aldrei heyrt um konuna áður og ekki sammála henni í pólitík heldur en algjörlega hjartanlega sammála því sem hún var að segja.  Og alveg örugglega ekki um það.

Ég hélt þú hefðir getu til að vera góður þjóðfélagsrýnir en virðist alveg vera að missa hana.  Ég hef orðið fyrir vonbrigðum.  En gangi þér samt vel, þú ert ágætur (af Sjálfstæðimanni að vera ;-)

AS (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 21:34

7 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það má vera að forsætisráðherra hafi talað óvarlega, en það er eitthvað ekki í lagi með að þessir tveir skuli taka hatt sinn og staf og labba út.

Eru þeir kannski að túlka orð hennar ívið of sterkt? Eitthvað hefur komið upp sem við höfum ekki fengið skýrt og veldur viðbrögðum þessara manna. Þeir eru ekki flumbrarar eða skaphundar sem móðgast við að hóstað er í áttina til þeirra. Það er þeim ósamboðið að láta sig hverfa bara til þess að koma höggi á vinstra liðið.

Ég neita að trúa því að slíkir sómamenn stundi þess háttar vinnubrögð. Það hangir fleira á spýtunni!

Flosi Kristjánsson, 11.2.2009 kl. 21:41

8 identicon

Ekki vera svona barnalegur, Stebbi minn. Thad fer ther ekki vel.

kvedja fra Ameriku

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 22:12

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég segi bara mínar skoðanir hér. Varla hægt að saka mig um flokksblaður þegar ég hef krafist uppstokkunar í forystusveit flokksins og því að nýtt fólk fram. Veit ekki hvað ég hef eiginlega varið. Þið getið þá bent mér á það. Þetta blaður er fyndið upp að vissu marki hjá sumum ykkar. Ég gegni engum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og er bara flokksbundinn. Það eru margir í bloggheimum flokksbundnir.

Málið með Ásmund lítur ekki vel út. Held að flestir geti verið sammála um það. Hvað varðar Val og Magnús er leitt að þeir halda ekki áfram en ástæður þessu eru augljósar. Þeir fengu ekki traustsyfirlýsingu frá Jóhönnu og ganga út, enda framundan mikið verk og þeir verða að hafa fullt traust forystumanna, ella er það bara rugl að sitja áfram.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.2.2009 kl. 22:59

10 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Málið með Ásmund lítur ekki vel út"

Hvað er "málið með Ásmund"? Misstirðu af því að þetta var gert í samráði við ráðherra?

Matthías Ásgeirsson, 11.2.2009 kl. 23:51

11 Smámynd: Gunnlaugur Bjarnason

Það er að verða alveg klárt að okkur vantar aftur verðbólgu upp á 60 - 120 % eins og hér áður til að vekja menn aftur upp af blessaða vinstri drauminum. Svo væri líka gaman að sjá potta fólkið með Bubba "fjármálasnillingi" í fararbroddi hunskast á Bessastaði.

Gunnlaugur Bjarnason, 12.2.2009 kl. 00:01

12 identicon

Ég er alveg sammála þér með þetta allt, þekki málið með Ásmund ekki vel en að þeir Magnús og Valur gangi út er vel skiljanlegt. Þessi vinstri stjórn er búin að drulla yfir allt og alla og fólk á ekki að láta koma þannig fram við sig þegar hún vill síðan láta það vinna eins lengi og henni hentar... sem væri ekki lengi því þessi stjórn er búin að vera upptekin af því að skipta út fólki að hún hefur ekki komist í nein önnur verk sem hún var annars búin að lofa. Ég veit um mannaskipti á stöðum sem skipta engu máli fyrir framgang viðgerða eftir hrunið, bara vinstimenn að setja sitt fólk inn þar sem því langar að vera.

Svo þú skalt ekki einu sinni hlusta á fólk sem telur þig vera orðin e-ð klikkaðan eftir að Sjálfstæðisflokkurinn fór frá völdum, þessi stjórn er strax búin að sýna að hún gerir ekki færri mistök en fyrri stjórn og ætti að geta tekið gagnrýni. Nógu ans... góð er hún amk að gagnrýna aðra. 

Ragnhildur Ingunn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband