Litlu sögurnar úr kreppunni

Saga Rakelar Sölvadóttur í Morgunblaðinu vekur vissulega athygli og mun opna mikla umræðu um stöðuna í samfélaginu. En sagan hennar er ekkert einsdæmi, aðeins ein af mörgum, sagan af því að fólk er fast í kerfinu, getur ekki losað sig við íbúðina sína og fengið minni eða stærri íbúð eftir hentugleikum. Markaðurinn er stopp og allar aðstæður eins og verst er á kosið. Fólk fer svo hreinlega að missa húsnæði sitt. Sjálfur hef ég heyrt nokkrar mjög átakanlegar og erfiðar sögur af svipuðu tagi. Þær eiga eftir að verða fleiri.

Hið góða við að Rakel komi fram og segi sína sögu er að það opnar skoðanaskipti um stöðuna sem blasir við núna þegar allt er að fara á versta veg. Og flestir spyrja sig t.d. hvað verði um skjaldborgina um heimilin sem ríkisstjórnin hefur talað um. Ég tel að margir séu orðnir hugsi um þau og mörg önnur loforð sem gefin voru en hljóma undarlega nú og eflaust þegar frá líður miðað við það sem frá stjórnvöldum kemur núna í fjöldamörgum málum.

Sögurnar eru oft litlar og sorglegar en þær munu bráðlega verða að stórum og erfiðum kapítula að vinna úr.

mbl.is Föst í of lítilli íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Margt smátt gerir eitt stórt.

Offari, 12.2.2009 kl. 10:42

2 identicon

Hvað er að því að vera með tvö börn í þriggja herbergja íbúð.? Ef þessi kona byggi í eins herbergis íbúð væri málið verra. Græðgishugsunin lifir enn góðu lífi með íslandingum

Ólafur (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 10:52

3 identicon

Rakel maybe should have got apartament and some backup savings first before she goes ahead having children...but well,however complaing that the apartament is too little! for 3 people!!!this woman needs a reality check maybe,i grow up in a family of 5 people and we had 2 bedroom apartament,nobody complained in a front page of a news paper,shame on you Rakel,when economy was fine you didn´t complaine did you,well things sometimes change Rakel and you should be prepared for,especially having children,4 years ago i got apartmanet of 50fm2 which cost me 9.000.000kr in Laugardal,couldn´t have Rakel buy an apartament of 12-13 mil instead of 20?the luxus apartaments and small eibylihús was 20 mil in 2004.Bottom line iI feel no sorry for this woman maybe she learns for once that you can´t have everything whenever you want it.

che (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 11:10

4 identicon

Já nákvæmlega, hvað á að gera fyrir heimilin??

Öll plön ríkisstjórnarinnar miðast við að hjálpa þeim sem eru á barmi þess að missa allt (sem er vissulega gott) en hvað með hina sem eru á leiðinni í skítinn? Er ekki hægt að hjálpa heimilunum áður en allt fer í óefni eins og t.d. frysta hækkun verðbóta yfir í það sem þær voru fyrir hrunið eða láta lánveitanda taka eitthvað á sig líka (t.d. lækka vexti á lánum)

Ég veit bara það að ég get ekki ráðið við hækkunina á lánunum mikið lengur.

Berglind Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband